Sumaræfingar 2002

Ákveðið hefur verið að bjóða iðkendum handknattleiksdeilar Hauka upp á æfingar í sumar. Þetta er gert til þess að koma á móts við þarfir barna og unglinga sem vilja æfa handknattleik yfir sumartímann. Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum og hefjast æfingar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi. Æft verður allan júni mánuð, frí verður í júlí og síðan hefjast æfingar aftur eftir verslunarmannahelgi.

Eftirfarandi árgangar æfa saman:

Drengir fæddir :

1990, 1991 og 1992 – Æft á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15

1987, 1988 og 1989 – Æft á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15

1986 og eldri – Æft á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 17.30

Stúlkur fæddar:

1990, 1991 og 1992 – Æft á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15

1987, 1988 og 1989 – Æft á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15

1986 og eldri – Æfa með meistaraflokki kvenna

Gjald fyrir þessar æfingar er 2.500 kr. og mun þjálfari hvers hóps fyrir sig innheimta gjaldið.

Gleðilegt handboltasumar,

Handknattleiksdeild Hauka.