Ólafur E. Rafnsson jarðsunginn í dag

Ólafur E. Rafnsson verður jarðsunginn í dag en útförin fer fram frá Hallgrímskirkju. Ólafur var bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn þegar hann sótti fund miðstjórnar FIBA World en Ólafur sat sem forseti FIBA Europe.  Ólafur E. Rafnsson fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013.   Foreldrar hans eru Rannveig […]

Þrír leikmenn Hauka í 22 ára landsliðinu

Þrír leikmenn Hauka voru valdir í 22 ára landslið Íslands sem tilkynnt var í dag. Emil Barja, Haukur Óskarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson sem nýlega gekk til liðs við Hauka frá Fjölni. Emil Barja gat ekki gefið kost á sér í verkefnið en Haukur og Arnþór munu verða fulltrúar Hauka í liðinu. Heimasíðan óskar þeim […]

3 á 3 og pub quiz

Það styttist óðum í föstudaginn þar sem 3 á 3 mót verður haldið á Ásvöllum og svo Pub Quiz strax á eftir. Skráning í mótið er í fullum gangi og ekki seinna vænna að smala í lið og skrá sig ef menn eða konur ætla að taka þátt. Um leið og mótið er búið verður […]

Gunnhildur og Helena í landsliðinu

Sverrir Þór Sverrisson hefur valið 12 manna lið Íslands sem keppir á Smáþjóðaleikunum í endaðan maí. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Helena Sverrisdóttir eru í liðinu. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var í æfingarhópnum sem var valin fyrst. Í dag var blaðamannafundur vegna Smáþjóðaleikanna og þar tók Karfan.is Helenu tali – sjá hér. Óskum við þeim til hamingju og […]

3 á 3 mót Hauka B og Pub Quiz á eftir

Haukar B standa fyrir 3 á 3 móti föstudaginn 31. maí næstkomandi á heimavelli sínum Ásvöllum (Schenker-höllin). Mótið verður opið fyrir alla hvort sem þú ert 5 eða 65 og ekki verður gert upp á milli kynja. Leikmenn í úrvalsdeild eða 1. deild karla eru þó ekki gjaldgengir. Þrír til fjórir geta verið saman í […]

Arnþór Freyr til liðs við Hauka

Arnþór Freyr Guðmundsson skrifaði í morgun undir samning við Hauka og mun leika með liðinu í Dominos deild karla næsta vetur en samningur Arnþórs er til eins árs. Arnþór kemur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið alla sína tíð en Fjölnir féll úr Dominos deildinni á afstaðinni leiktíð. Arnþór var einn af lykilmönnum Fjölnisliðsins […]

10 flokkur kvenna Íslandsmeistari

Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar í 10.flokki kvenna í körfu eftir jafnan og spennandi leik við Keflavík eftir 38 – 34 sigur á Keflavík. Haukastelpur eru þar með tvöfaldir meistarar í þessum flokki því liðið vann einnig bikarinn fyrr í vetur með fyrsta sigurleik sínum á móti Keflavík. Það var gríðargóð barátta leikmanna Hauka í […]

10 flokkur kvenna Íslandsmeistari

Haukar urðu í dag Íslandsmeistarar í 10.flokki kvenna í körfu eftir jafnan og spennandi leik við Keflavík eftir 38 – 34 sigur á Keflavík. Haukastelpur eru þar með tvöfaldir meistarar í þessum flokki því liðið vann einnig bikarinn fyrr í vetur með fyrsta sigurleik sínum á móti Keflavík. Það var gríðargóð barátta leikmanna Hauka í […]

Stelpurnar leika til úrslita: Leikurinn á KRTV

Haukar áttu tvö lið í undanúrslitum yngri flokka í dag. Strákarnir í 11. flokki eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þeir töpuðu í hörkuleik gegn KR 74-81. Kári Jónsson var með 34 stig og Jónas Torfason setti sex stig og tók 14 fráköst. Stelpurnar í 10. flokki lögðu Njarðvík 49-27 og leika því til úrslita kl. 11.00 […]

Seinni úrslitahelgi yngri flokka: Haukar í eldlínunni

Úrslit yngri flokka í körfunni klárast um helgina þegar seinni úrslitahelgin fer fram. Að þessu sinni er leikið í DHL-höllinni. Stelpurnar í 10. flokki kvenna og strákarnir í 11. flokki spila í undanúrslitum á morgun. Stelpurnar hefja leik kl. 12.00 og strákarnir kl. 17.00. Stelpurnar etja kappi við Njarðvík og strákarnir við KR. Við hvetjum […]