Vel heppnuð keppnisferð yngri flokka körfunnar til Spánar

Fjórir yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Hauka fóru í 7 daga keppnisferð til Spánar í síðustu viku og stóðu sig frábærlega. Alls fóru um 30 strákar til Lloret de Mar fyrir norðan Spán í keppnisferð. Þetta voru 7, 8, 9 og 10 flokkur drengja, eða árgangar 2002 – 1999 og spiluðu í fjórum liðum. Árgangur 2002 – […]

Bílaþvottur körfunnar

Meistaraflokkur karla í körfuknattleik mun standa fyrir bílaþvotti á sunnudaginn næstkomandi (28.6.2015) en þetta er partur af fjáröflun liðsins sem heldur á sterkt mót á Ítalíu í byrjun ágúst. Staðsetning er við Íþróttahúsið á Ásvöllum, vallarmegin, og stendur yfir milli kl. 14:00 og 20:00. Verð: Fólksbíll 7.000 kr. / Jepplingur 9.000 kr. / Stærri jeppar 11.000 […]

Finnur Atli í lið við Hauka

Finnur Atli Magnússon bætist í leikmannahóp Hauka fyrir komandi átök en Finnur skrifaði undir samning um að taka slaginn með liðinu í Domino‘s deild karla á næsta tímabili. Finnur, sem kemur frá KR, var að skila af sér 7,5 stigum og um 5 fráköstum í leik á síðustu leiktíð á þeim 18 mínútum sem hann […]

Haukar eiga 6 fulltrúa í lokhóp landsliðs U20 hjá KKÍ

Í gær voru valdir þeir 12 leikmenn sem skipa U20 ára lið Íslands 2015 hjá drengjum og stúlkum sem munu keppa á Norðurlandamótinu í júní og í Evrópukeppninni í júlí. Strákarnir munu keppa í Finnlandi en stelpurnar í Danmörku. Hjá strákunum voru valdnir Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson og hjá stúlkunum voru valdnar Lovísa […]

Slástu í hópinn með okkur

Haukar í horni er stuðnings- og styrktarfélag Hauka. Einstaklingum og fyrirtækjum gefst báðum kostur á því að gerast meðlimir í Haukum í horni. Félagið var stofnað árið 1990 af handknattleiksdeild Hauka með það markmið að fjármagna komu tékkneska landsliðsmannsins Petr Baumruk til Hauka. Má segja að þetta framtak hafi hitt beint í mark. Bæði reyndist […]

Norðulandamót yngri landsliða lokið – Kári valinn bestur

Norðurlandamót yngri landslið í körfu lauk í gær, en mótið var haldið í Svíþjóð. Haukar áttu fimm fulltrúa í þessum liðum sem öll stóðu sig með prýði en hæst bara árangur Kára Jónssonar en hann var vallinn besti leikmaður í sínum aldursflokki, U18 ára. Við Haukamenn erum ákaflega stollt af þessum flottu krökkum og óskum […]

Uppskeruhátíð yngri flokka kkd. Hauka á þriðjudaginn kl. 17:00

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Hauka verður haldin hátíðleg þriðjudaginn 12. maí kl. 17:00 í íþróttasal Schenkerhallarinnar. Veitt verða einstaklingsverðlaun en auk þess munu allir iðkendur í minniboltum fá verðlaun fyrir góðan árangur og ástundun í vetur. Boðið verður uppá grillaðar pyslur og svala í lokin. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í […]