Haukar hafa samið við útlending fyrir Dominos deild karla 2015-2016.

smadisonKörfuknattleiks deild Hauka hefur ráðið Stephen Madison fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Madison spilaði síðast með Idaho skólanum í WAC riðlinu í NCAA háskóla deildinni í Bandaríkjunum. Hann stóð sig mjög vel þau fjögur ár sem hann spilaði með skólanum og er með betri leikmönnum sem hafa spilað í sögu skólans.

Madison var valinn í all star liðið í WAC deildinni og skoraði á sínu síðasta ári rúm 20 stig að meðaltali, var með 8 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Madison er 196 cm. framherji sem ætti að geta leyst nokkrar stöður á vellinum en er aðallega ætlað að spila í kringum teiginn, en hann hefur líka gott skot en hann var með yfir 30% 3ja stiga nýtingu á ferlinum. Það sem á líka eftir að gleðja Haukafólk er að hann er með þokkalega vítanýtingu, eða 76% og ætti að hjálpa Haukaliðinu á þeim enda en Haukar hafa verið með slökustu vítanýtingu allra liða í Dominos deildinni síðustu tvö ár.
Körfuknattleiks deild Hauka býst við miklu af Madison en Haukar enduðu í þriðja sæti í deildinni á síðasta tímabili og komust í undanúrslit en duttu út eftir harða rimmu á móti Tindastóli.
Haukar ætla sér stóra hluti á komandi tímabili og hafa nú þegar fengið góðan liðsstyrk í Finn Magnússyni en hann kom frá Íslandsmeisturum KR.

Hægt að sjá nánar á eftirtöldum slóðum:

http://espn.go.com/mens-college-basketball/player/_/id/52141/stephen-madison

https://vimeo.com/118743968

http://bballgroves.blogspot.com/2014/03/stephen-madison-is-rolling-in-vegas-in.html

http://www.uiargonaut.com/2014/10/30/replacing-stephen-madison-with-stephen-madison-gone-verlin-has-unknowns-heading-into-season/