Vel heppnuð keppnisferð yngri flokka körfunnar til Spánar

barcelona 2015 1 Fjórir yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Hauka fóru í 7 daga keppnisferð til Spánar í síðustu viku og stóðu sig frábærlega.

Alls fóru um 30 strákar til Lloret de Mar fyrir norðan Spán í keppnisferð. Þetta voru 7, 8, 9 og 10 flokkur drengja, eða árgangar 2002 – 1999 og spiluðu í fjórum liðum.

Árgangur 2002 – 2001 var skipt niður í tvö jöfn lið og voru oft að spila á móti stærri andstæðingum. Þeir stóðu sig einstaklega vel og tóku stórstigum framförum í mótinu. Liðin enduðu í fjórða og fimmta sæti.

Barcelona 2015 2Árgangur 2000 var með eitt lið, en þessi árgangur varð bikarmeistari í vetur og tapaði naumlega úrslitaleik um Íslandsmeistarartitilinn. Strákarnir sýndu allar sýnar bestu hliðar í mótinu og unnu mótið nokkuð örugglega og töpuðu ekki leik á mótinu. Frábær árangur hjá þessum strákum.

Árgangur 1999 var einungis skipað af 3 strákum á þessum aldri en 2000 strákarnir spiluðu líka með í þessum árgangi en í því voru strákar sem fæddir voru 99 og 98 og því ljóst að þarna yrði erfiður róður. Annað kom á daginn og spluðu strákarnir gríðarlega vel og enduðu í öðru sæti en þeir töpuðu úrslitaleiknum með 12 stigum á móti Ungverska liðinu Honved frá Búdapest.

Barcelona 2015Allir strákarnir stóðu sig með sóma, innan vallar sem utan. Frábær ferð þar sem spilað var í um 34 stiga hita í íþróttasölum sem ekki voru loftkældir. Farið var í vatnrennigarð, farið oft á ströndina og notið lífsins. Fullt af foreldrum fylgdi með og var þetta frábær skemmtun í alla staði. Að endingu var farið í skoðunarferð um Barcelona í 37 stiga hita og komu örþreyttir en glaðir heim aðfararnótt sunnudags.