Gleðilega páskahátíð

Páskahátíðin er gengin í garð og við fögnum því að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum. Um páska gefst okkur einnig tækifæri til að njóta margvíslegra viðburða. Úrslitaviðureignir í körfubolta og handbolta eru framundan, uppskeruhátíð íþróttamanna og íþróttaunnenda, þar sem allt er lagt í sölurnar til að ná góðum úrslitum. Þá er knattspyrnuvertíðin handan […]

Nýliðanámskeið Skokkhóps Hauka 2024 hefst mánudaginn 8. apríl.

Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Linda Guðmundsdóttir er aðalþjálfari námskeiðsins, en aðalþjálfari Skokkhópsins, Hreiðar Júlíusson, kemur einnig að skipulagi og utanumhaldi. Námskeiðið er átta vikur. Æfingar eru þrisvar í viku: – mánudaga klukkan 17:30 – miðvikudaga klukkan 17:30 – laugardaga klukkan 9:00 Æfingar hefjast jafnan á íþróttasvæði Hauka, Ásvöllum, en auk þess má […]

Katrín Ósk vann Gull.

Um liðna helgi tóku 9 krakkar frá Haukum þátt í Stúlkna og drengjameistaramóti Reykjavíkur. Stóðu krakkarnir sig allir með prýði og fékk ég sérstakar kveðjur eftir mótið hversu glæsilegur hópur þetta hefði verið. Í Opnum flokki fékk Tristan Nash Openia Silfurverðlaun í flokki keppenda í 2011 árgangi. Finnur Dreki lenti í 5. sæti í yngri […]

Aðalfundur kkd. Hauka

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Hauka verður haldinn þriðjudaginn 19. mars 2024 kl. 19:30 í veislusal Íþróttamiðstöðar Hauka. Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins. Stjórn kkd. Hauka

„BiRTU völlurinn“ er nýtt nafn á heimavelli Hauka að Ásvöllum

Birta-landsamtök og knattspyrnudeild Hauka hafa ákveðið að fara í samstarf og fær heimavöllur Hauka nýtt nafn, „BiRTU völlurinn“. Birta -landssamtök er félag foreldra og forráðamanna sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu, fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Birta-landssamtök styðja félagsmenn […]

Reisugildi Knattspyrnuhallar Hauka

Það var merkilegur dagur í sögu Hauka þegar boðið var til reisugildis í gær, 29. febrúar, en þar mættu fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hauka, verkhönnuðir og starfsmenn ÍAV, en ÍAV er byggingaraðili knatthallarinnar. Nú  er búið að koma upp öllu stálvirki og steypuvinnu er lokið við bygginguna og erum við Haukar einstaklega ánægðir með framvindu verksins.  Mikil […]