Nú byggjum við knatthús. Til hamingju Haukar!

Í dag, 29. nóvember, var undirritaður samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍAV um byggingu knatthúss að Ásvöllum. Haukar hafa lengi beðið eftir bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og með tilkomu glæsilegs knatthúss sjáum við drauma okkar verða að veruleika. Unnið hefur verið að hönnun knatthússins allt frá árinu 2018 samhliða því sem unnið var að ítarlegu […]

Sex leikmenn meistaraflokks kvenna skrifa undir nýjan samning

Þær Berghildur Björt Egilsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Guðrún Ágústa Halldórsdóttir, Helga Ýr Jörgensen, Kristín Erla Halldórsdóttir, Kristín Fjóla Sigþórsdóttir hafa skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka til næstu tveggja ára. Berghildur Björt er fædd árið 2003 og á að baki 28 leiki með meistaraflokkum Hauka, bæði aðal- og venslaliði. Dagrún Birta er fædd árið […]

Hrossakjötsveislan góða

Næstkomandi miðvikudag, 23. nóvember, verður hin árlega hrossakjötsveisla haldin á Ásvöllum. Í boði er úrvals hrossakjöt ásamt meðlæti á hófsömu verði. Heiðursgestur kvöldsins og ræðumaður verður Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs og skólastjóri. Miðasala eða pöntun: Í afgreiðslu eða í síma 525 8700 eða bhg@haukar.is Veislan hefst kl. 19:00 — Húsið opnar kl. 18:30 TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ! […]

Mömmuskvísukvöld að Ásvöllum

Mömmuskvísukvöld að Ásvöllum – Fimmtudagskvöldið 24. nóvember nk. kl. 20.00

Ákveðið hefur verið að boða til mömmuskvísukvölds fimmtudaginn 24. nóvember nk. Markmiðið er að hafa gaman saman, spjalla, spila kleppara til að fá útrás fyrir keppnisskapið og losa um jólastress. Það verða léttar veigar í boði og óvænt uppbrot. Endilega takið kvöldið frá. Tilefnið er styrktarkvöld til handa barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Hauka (stúlkna og pilta). […]

Breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla

  Á myndinni eru Aron Kristjánsson framkvæmdastjóri hkd. Hauka, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þorkell Magnússon stjórnarmaður hjá hkd. Hauka. Haukar eru mjög ánægðir með að geta kynnt til leiks Ásgeir Örn Hallgrímsson sem nýjan þjálfara meistaraflokks karla. Ásgeir Örn er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum og er uppalinn í félaginu. Ásgeir Örn býr yfir mikilli […]

EVRÓPUKEPPNI UM HELGINA

Meistaraflokkur karla eru komnir út til Kýpur en þeir munu spila báða leikina sína í EHF European Cup um helgina, á morgun og sunnudag. Strákarnir etja kappi við sterkt lið Sabbianco Anorthosis Famagusta frá Nicosia en liðið vann deildina þar úti á síðasta tímabili. Liðið er hávaxið með leikmenn frá um 9 þjóðum. Leikirnir spilast […]