Mömmuskvísukvöld að Ásvöllum – Fimmtudagskvöldið 24. nóvember nk. kl. 20.00

Ákveðið hefur verið að boða til mömmuskvísukvölds fimmtudaginn 24. nóvember nk. Markmiðið er að hafa gaman saman, spjalla, spila kleppara til að fá útrás fyrir keppnisskapið og losa um jólastress. Það verða léttar veigar í boði og óvænt uppbrot. Endilega takið kvöldið frá.

Tilefnið er styrktarkvöld til handa barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Hauka (stúlkna og pilta). Frjáls framlög og veigar í boði gegn vægu gjaldi. Nú er upplagt að kynnast öllum hinum mömmunum sem sitja kappklæddar og dúðaðar í stúkunni en inni á Ásvöllum aðeins minna dúðaðar og eldhressar. Hlökkum til að sjá ykkur, sjálfskipuð klepprarastuðnefnd mömmuHaukaskvísa.