Sex leikmenn meistaraflokks kvenna skrifa undir nýjan samning

Þær Berghildur Björt Egilsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Guðrún Ágústa Halldórsdóttir, Helga Ýr Jörgensen, Kristín Erla Halldórsdóttir, Kristín Fjóla Sigþórsdóttir hafa skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka til næstu tveggja ára.

Berghildur Björt er fædd árið 2003 og á að baki 28 leiki með meistaraflokkum Hauka, bæði aðal- og venslaliði.

Dagrún Birta er fædd árið 1999 og á að baki 139 leiki með meistaraflokki Hauka í öllum keppnum.

Guðrún Ágústa er fædd árið 2003 og á að baki 16 leiki með meistaraflokkum Hauka, bæði aðal- og venslaliði.

Helga Ýr er fædd árið 1998 og á að baki 84 leiki með meistaraflokki Hauka í öllum keppnum.

Kristín Erla er fædd árið 2003 og á að baki 23 leiki með meistaraflokki Hauka í öllum keppnum.

Kristín Fjóla er fædd árið 2000 og á að baki 130 leiki með meistaraflokki Hauka í öllum keppnum og var valin knattspyrnukona Hauka eftir síðasta keppnistímabil.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningum við þessa mikilvægu leikmenn sem er einn liður í framtíðaruppbyggingu meistaraflokks kvenna.

Fv. Guðrún Ágústa, Kristín Erla, Berghildur, Dagrún, Kristín Fjóla og Helga.