EVRÓPUKEPPNI UM HELGINA

Meistaraflokkur karla eru komnir út til Kýpur en þeir munu spila báða leikina sína í EHF European Cup um helgina, á morgun og sunnudag. Strákarnir etja kappi við sterkt lið Sabbianco Anorthosis Famagusta frá Nicosia en liðið vann deildina þar úti á síðasta tímabili. Liðið er hávaxið með leikmenn frá um 9 þjóðum.

Leikirnir spilast báðir kl. 18:00 á íslenskum tíma og munum við setja inn link á streymið ~ Fylgist með. ÁFRAM HAUKAR ~ KOMA SVO STRÁKAR!!