Ena Car og Lara Židek til liðs við Hauka

Hkd. Hauka hefur gert 2ja ára samning við Enu Car og Löru Židek en þær koma frá Króatíu. Báðar spiluðu þær með ŽRK Koka Varaždin í króatísku deildinni á síðasta tímabili en liðið lent í 8. sæti af 14 liðum. Ena Car er 23 ára vinstri skytta en getur líka leyst hægri skyttuna ásamt því […]

Guðrún Jóna og Katrín láta af störfum

Meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnudeild Hauka og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær láti af störfum sem þjálfarar liðsins. Það er ljóst að árangur liðsins í sumar er langt undir væntingum en liðið vermir nú botnsæti Lengjudeildarinnar. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar þeim Jónu og Katrínu innilega fyrir gott samstarf […]

Ungar Haukastelpur framlengja samninga sína

Þær Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð hafa allar framlengt samninga sína við Hkd. Hauka og munu þær leika með meistaraflokki félagsins næstu árin. Allar eru þær hluti af 2004 árgangi félagsins sem vann bikar- og deildarmeistaratitil á liðnu tímabili. Þær hafa allar verið hluti af meistaraflokki félagsins síðustu tímabil og hafa […]

Ragnheiður komin heim

Línumaðurinn Ragnheiður Sveinsdóttir hefur gert samning við Hkd. Hauka um að leika með félaginu næstu 2 árin. Ragnheiður sem er 28 ára kemur til liðs við Hauka frá Val þar sem hún hefur leikið síðustu 2 og hálft ár en fram að því hafði hún leikið allan sinn feril með Haukum. Ragnheiður lék sinn fyrsta […]

Frá aðalfundi

Haukar_skyrsla Aðalfundur félagsns var haldinn 24. maí sl. í Samkomusal. Í skýrslu stjórnar, sem formaður flutti um starfsemi sl.árs, kom fram að hagur félagsins er góður og starfsemin öflug. Miklar vonir eru bundnar við nýtt knatthús sem senn mun rísa og verða kærkomin lyftistöng fyrir knattspyrnuna. Jón Björn Skúlason og Soffía Helgadóttir hættu í stjórn […]