Guðrún Jóna og Katrín láta af störfum

Meistaraflokksráð kvenna í knattspyrnudeild Hauka og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær láti af störfum sem þjálfarar liðsins.

Það er ljóst að árangur liðsins í sumar er langt undir væntingum en liðið vermir nú botnsæti Lengjudeildarinnar.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar þeim Jónu og Katrínu innilega fyrir gott samstarf og óskum við þeim velfarnaðar.

Næsti leikur liðsins verður á þriðjudaginn gegn Augnablik og hvetjum við allt Hauka fólk að mæta og hvetja okkar stelpur til sigurs – áfram gakk og áfram Haukar!