Frá aðalfundi

Haukar_skyrsla

Aðalfundur félagsns var haldinn 24. maí sl. í Samkomusal. Í skýrslu stjórnar, sem formaður flutti um starfsemi sl.árs, kom fram að hagur félagsins er góður og starfsemin öflug. Miklar vonir eru bundnar við nýtt knatthús sem senn mun rísa og verða kærkomin lyftistöng fyrir knattspyrnuna. Jón Björn Skúlason og Soffía Helgadóttir hættu í stjórn og í þeirra stað voru Oddný Sófusdóttir og Eiríkur Svanur Sigfússon kjörin. Að öðru leyti er stjórn félagsins óbreytt frá fyrra ári. Ágætum fundi lauk með léttum veitingum í boði stjórnar.

Ársskýrsluna má sjá hér. Haukar_skyrsla