Sumaríþróttaskólinn – Skráning er hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu á sumarnámskeiðin hjá Sumaríþróttaskólanum. Mikil eftirvæntin hefur verið eftir komu þessara námskeiða, enda hefur ríkt mikil ánægja meðal þeirra sem hafa sótt námskeiðin til okkar. Þetta sumarið verður með svipuðu sniði líkt og undanfarin ár, þó með tilkomu hugaríþróttadeildarinnar sem munu bjóða upp á spennandi námskeið hjá sér á Reykjavíkurveginum. […]

Stúlknaflokkur Íslandsmeistari

Stúlknaflokkur er Íslandsmeistari 2022 eftir sigur á Fjölni 62-56 í úrslitaleik í Dalhúsum. Í lok leiks var valin leikmaður leiksins og var það Elísabeth Ýr Ægisdóttir en hún var með 25 stig og 17 fráköst. Til hamingju Haukar.

Breki og Hilmar til Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samkomulagi við Hilmar Smára Henningsson og Breka Gylfason um að spila með liði Hauka í Subwaydeildinni á næsta tímabili. Þessa drengi þarf vart að kynna fyrir Haukafólki en Hilmar Smári spilaði upp alla yngri flokka félagsins áður en hann hélt til Spánar í atvinnumennsku hjá Valencia. Hann snéri aftur heim fyrir […]

10. flokkur stúlkna meistari

Úrslitaleikir Íslandsmóts yngri flokka KKÍ standa nú yfir og í kvöld urðu stelpurnar í 10. flokki meistarar í 2. deild er þær lögðu Grindavík að velli 54-46. Í lok leiks var valin leikmaður leiksins og var það Halldóra Óskarsdóttir, leikmaður Hauka, sem var valin. Var hún með 20 stig og 19 fráköst í leiknum. Til […]

Knatthús á Ásvöllum tekið í notkun í október árið 2024.

Til hamingju Haukar! Bygging knatthús á Ásvöllum í útboð á næstu vikum. Við fögnum samþykkt bæjarráðs frá í gær þar sem ákveðið var að bjóða út byggingu knatthúss Hauka á Ásvöllum. Langþráður draumur um góða aðstöðu fyrir iðkendur í knattspyrnu er í sjónmáli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í byrjun október nk. og […]

TRYLLTUR TVÍHÖFÐI Í DAG

TRYLLTUR TVÍHÖFÐI Haukakonur eru 1-0 undir í einvíginu gegn KA/Þór í 6-liða úrslitum kvenna og því ekkert annað en sigur í boði  Haukamenn eru komnir í 4-liða úrslit og leika gegn liði ÍBV og ljóst að ALLT verður í járnum Fjölmennum á þessa síðustu leiki tímabilsins og hvetjum liðin okkar áfram í átt að íslandsmeistaratitlinum […]