Mikaela Nótt valin í lokahóp U19 fyrir undankeppni EM 2022

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í milliriðlum undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Belgíu, Englandi og Wales, en leikið verður í Englandi dagana 4.-13. apríl. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint áfram í lokakeppni EM 2022. Mikaela Nótt Pétursdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna verður […]

Knatthús á Ásvöllum

Knatthús á Ásvöllum. Hönnun á lokastigi, byggingaframkvæmdir framundan. Nú eru liðin nær 5 ár frá því að viðræður hófust um byggingu knatthúss á Ásvöllum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þörfina fyrir bættri aðstöðu fyrir knattspyrnufólkið okkar sem hefur þurft að búa við algjörlega óviðunandi aðstæður í árafjöld. Á liðnu ári var hönnun knatthússins […]

Baldur Örn skrifar undir samning við knattspyrnudeild Hauka

Baldur Örn Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Hauka til næstu þriggja keppnistímabila. Baldur er fæddur 2003 og er því enn gjaldgengur í 2 flokk Hauka og þykir mikið efni og hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Baldur er hávaxinn bakvörður sem að hefur leyst bæði hægri og vinstri bakvörð, er gríðarlega fljótur og með […]

Haukar-Njarvík VÍS bikarinn

Haukar mæta Njarðvík í undanúrslitum VÍS-bikarsins en leikið verður í Smáranum á morgun fimmtudag og hefst leikurinn kl. 20:00. Meistaraflokkur kvenna er ríkjandi bikarmeistari og er stefnan sett á að vinna titilinn aftur. Liðið þarf á öflugum stuðningi að halda til að landa titlinum. Miðasala er á miðasöluappinu Stubbur. Miðaverð: 16 ára og eldri 2.500 […]

KÓTILETTUKVÖLD HANDBOLTANS 18. MARS

Næstkomandi föstudagskvöld verður KÓTILETTUKVÖLD HANDBOLTANS fyrir stuðningsmenn og gesti á Ásvöllum. Eðal kótilettur og meðlæti, trúbadorinn Bjössi „Greifi“ heldur uppi fjörinu og glæsilegt happdrætti! Miðasala er í fullum gangi í afgreiðslunni á Ásvöllum alla daga. Fyrir þá sem vilja taka frá borð fyrir stærri hópa, þá er hægt að senda email á „aslaugt@haukar.is“. Fjölmennum og […]

IGOR SAFNAR FYRIR ÚKRAÍNSK BÖRN

Igor Kopishinsky, úkraínskur leikmaður mfl. kk, stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu . MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Ástandið er hræðilegt og enginn ætti nokkurtíman að þurfa að upplifa þessar aðstæður, hvað þá börn. Igor ætlar að safna inn á sinn reikning og koma svo áleiðis til Úkraínu! Ef þú vilt hjálpa þá leggur […]

3 FL. KVK. OG 4 FL. KK YNGRI – BIKARMEISTARAR 2022

Haukar áttu tvö lið í bikarúrslitum yngri flokka þetta árið en leikirnir fóru fram á Ásvöllum síðustu helgi og umgjörð til mikillar fyrirmyndar og þökkum við öllum sjálfboðaliðum kærlega fyrir hjálpina! Á föstudaginn léku stelpurnar í 3. flokki gegn Fram. Frábær mæting var á leikinn og mikil stemming meðal áhorfenda. Stelpurnar mættu vel peppaðar til […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka föstudaginn 25. mars kl. 17.00

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka verður haldinn föstudaginn 25. mars nk. kl. 17.00. Dagskrá: 1)  Skýrsla stjórnar deildarinnar um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2) Kosning stjórnar deildarinnar. Fyrst skal kosinn formaður, síðan aðrir stjórnarmenn. 3) Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Framboð til formanns og stjórnar skal tilkynna með því að senda tölvupóst á helga@haukar.is fyrir […]