DARRI ARONSSON FER ERLENDIS TIL ATVINNUMENNSKU EFTIR TÍMABILIÐ

Darri Aronsson mun ganga til liðs við franska liðið U.S Ivry fyrir næsta tímabil. Ivry er sem stendur í 2. deild en hefur tryggt sé sæti í efstu deild og heldur Darri út í vor. Samningur Darra er til 3 ára.

Í samtali segist Darri vera gríðarlega ánægður með þetta tækifæri og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni úti í Frakklandi,  þar á meðal læra frönsku. Liðið sé gamall stórklúbbur í París og hefur sem dæmi orðið franskir meistarar 8 sinnum. Darri segist einnig hlakka mikið til úrslitakeppnarinnar með Haukum og vilji klára tímabilið með titli.

Við óskum Darra góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum blómstra næstu árin!