Takk!

Knattspyrnudeild Hauka þakkar þeim fyrir komuna á Ásvelli sem mættu á ársþing KSÍ á laugardaginn. Við þökkum KSÍ fyrir traustið og samstarfið við að hýsa ársþingið.  Við þökkum okkar frábæru sjálfboðaliðum og leikmönnum í Haukum við framkvæmd ársþingsins.  Við óskum Vöndu Sigurgeirsdóttur og nýrri stjórn KSÍ til hamingju með kjörið og velfarnaðar í sínum störfum. […]

Alonso valinn á úrtaksæfingar U15

Alonso Karl Castillo, leikmaður 3. flokks karla, hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðsins dagana 23. – 25. febrúar 2022 sem fram fara í Skessunni. Alonso er fæddur árið 2007 og er því á yngra ári í 3. flokki. Knattspyrnudeild Hauka óskar Alonso innilega til hamingju með valið og óskar […]

Eysteinn Þorri Björgvinsson skrifar undir samning við knattspyrnudeild Hauka

Varnarmaðurinn Eysteinn Þorri Björgvinsson hefur skrifað undir samning við Hauka. „Það er gleðiefni að Eysteinn hafi gengið til liðs við Hauka. Þetta er leikmaður sem býr yfir miklum hæfileikum og er fjölhæfur varnarmaður og getur svo sannarlega orðið frábær leikmaður fyrir Hauka. Eysteinn hefur áður spilað fyrir Fjölni, Þrótt Vogum, Fjarðarbyggð og er uppalinn hjá […]

Anna Rut valin í U16 ára landsliðið sem mætir Sviss

Anna Rut Ingadóttir, leikmaður 3. flokks kvenna, hefur verið valin til að taka þátt í æfingaleikjum U16 ára landsliðs kvenna við Sviss. Leikið og æft verður í Miðgarði í Garðabæ dagana 22. til 26. febrúar. Anna Rut sem er fædd árið 2006 hefur einnig verið að æfa með meistaraflokki kvenna og tekið þátt í leikjum. Knattspyrnudeild […]

Coca Cola bikarvika framundan

16-úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta fara fram í vikunni og því spennandi leikir framundan. Karlaliðið mun halda út á Seltjarnarnes á miðvikudaginn, 16. febrúar, og munu þar etja kappi við Gróttu. Leikurinn er kl. 20:00 og verður sýndur í beinni á RÚV. Kvennaliðið spilar svo gegn Selfoss á fimmtudaginn, 17. febrúar. Leikurinn verður í […]

Viktoría Valdís semur við knattspyrnudeild Hauka

Viktoría Valdís Guðrúnardóttir hefur gert samning við knattspyrnudeild Hauka og mun spila með meistaraflokki kvenna á komandi sumri í Lengjudeildinni. Viktoría kemur með mikla reynslu inn í ungt lið Hauka en hún á að baki 153 leiki í meistaraflokki með FH og Stjörnunni. Þá á hún að baki fimm leiki með yngri landsliðum. Hún hefur […]