Handbolti: Stjörnuleikur annað kvöld

Mynd: Hulda Margrét Meistaraflokkur karla tekur á móti Stjörnunni annað kvöld á Ásvöllum kl. 19:40 í fjórðu umferð Olís-deildar karla. Haukamenn eru eins og er í öðru sæti deildarinn með 5 stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli. Stjarnan situr í áttunda sæti en hafa spilað einungis einn leik, sigur gegn Aftureldingu. Leikir Hauka og Stjörnunnar […]

Matur er mannsins megin

Hann var þétt setinn bekkurinn í Forsalnum í gær þegar menn settust að mat sínum og gerðu honum góð skil. Og ekki spillti ræðumaður kvöldsins, hinn nýji alþingismaður okkar, Ágúst Bjarni, sem fór yfir farinn veg og var gerður góður rómur að máli hans. Þessari ágætu hrossakjötsveislu stjórnaði formaður félagsins, Magnús Gunnarsson, af festu og […]

Mfl. kk: Haukar – Selfoss

Strákarnir fá Selfyssinga í heimsókn á morgun, þriðjudag, á Ásvelli kl. 19:30. Að venju er frítt fyrir iðkendur og Hauka í Horni en fyrir aðra er miðasala í appinu „Stubbur“ og á Ásvöllum fyrir leik. Áfram Haukar!

Ásta Björt & Birta Lind í æfingahóp B-landsliðsins

Ásta Björt Júlíusdóttir og Birta Lind Jóhannsdóttir, leikmenn mfl. kvenna, hafa verið valdnar í æfingahóp B landsliðs kvenna. Hópurinn æfir í október en B landsliðið heldur til Tékklands í nóvember til þáttöku á æfingamóti. Nýverið réði HSÍ Hrafnhildi Ósk Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í þjálfarateymi kvennalandsliðsins og verða þær með umsjón yfir B landsliði kvenna ásamt […]

Fulltrúar Hauka í yngri landsliðum kvenna

Haukastelpur í yngri landsliðum kvenna Elín Klara Þorkelsdóttir og Thelma Melsteð, leikmenn 3 flokks og meistaraflokks kvenna, munu leika með U-18 ára landsliði kvenna er liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum 8. og 9. október. Leikirnir munu fara fram í Danmörku. ~ Þjálfarar U-16 og U-15 ára landsliðs kvenna hafa boðað til æfinga 8-10. október […]

Námskeið í andlegri þjálfun sem miðar að bættri líðan og betri árangri í íþróttum.

Leiðbeinendur eru Bára Fanney Hálfdanardóttir, sálfræðingur og Kristín Fjóla Reynisdóttir, sérnámslæknir í barna- og unglingageðlæknisfræði. Áhersla verður lögð á markmiðasetningu, sjálfstraust, áhrif hugsana á líðan og frammistöðu og hvernig eigi að takast á við mótlæti í íþróttum. Námskeiðið er í boði fyrir iðkendur Hauka sem eru í 8. – 10. bekk. Kostnaður er 19.900 krónur […]