Ásta Björt & Birta Lind í æfingahóp B-landsliðsins

Ásta Björt Júlíusdóttir og Birta Lind Jóhannsdóttir, leikmenn mfl. kvenna, hafa verið valdnar í æfingahóp B landsliðs kvenna. Hópurinn æfir í október en B landsliðið heldur til Tékklands í nóvember til þáttöku á æfingamóti.

Nýverið réði HSÍ Hrafnhildi Ósk Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í þjálfarateymi kvennalandsliðsins og verða þær með umsjón yfir B landsliði kvenna ásamt Arnari Péturssyni og Ágústi Jóhannssyni.

 

Við óskum Ástu og Birtu góðs gengis á æfingunum.