Fulltrúar Hauka í yngri landsliðum kvenna


Haukastelpur í yngri landsliðum kvenna

Elín Klara Þorkelsdóttir og Thelma Melsteð, leikmenn 3 flokks og meistaraflokks kvenna, munu leika með U-18 ára landsliði kvenna er liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum 8. og 9. október. Leikirnir munu fara fram í Danmörku.

~
Þjálfarar U-16 og U-15 ára landsliðs kvenna hafa boðað til æfinga 8-10. október og eiga Haukar fimm glæsilega fulltrúa þar:

U-16
Dagbjört Sara Ingadóttir
Ester Amíra Ægisdóttir
Sif Hallgrímsdóttir
Þóra Hrafnkelsdóttir

U-15
Aníta Antoniussen

Við óskum stelpunum góðs gengis!