Handbolti: Stjörnuleikur annað kvöld

Mynd: Hulda Margrét
Meistaraflokkur karla tekur á móti Stjörnunni annað kvöld á Ásvöllum kl. 19:40 í fjórðu umferð Olís-deildar karla. Haukamenn eru eins og er í öðru sæti deildarinn með 5 stig eftir tvo sigra og eitt jafntefli. Stjarnan situr í áttunda sæti en hafa spilað einungis einn leik, sigur gegn Aftureldingu.
Leikir Hauka og Stjörnunnar eru oftast jafnir hörkuleikir og því mikilvægt að Haukafólk og krakkar mæti og styðji strákana okkar til sigurs. Á staðnum verða glóðheitir hamborgarar til sölu og sjoppan á sínum stað og því tilvalið að taka kvöldmatinn á Ásvöllum rétt fyrir leik.
Eins og áður er frítt inn fyrir Hauka í Horni og iðkendur félagsins ~ Fyrir aðra er hægt að kaupa miða í appinu “Stubbur” eða í miðasölunni á Ásvöllum fyrir leik.