Golfmót Hauka 2021 – Úrslit

32. Haukamótið fór fram á golfvellinum á Hvaleyrinni föstudaginn 17. september sl. Veður var þokkalegt lungan úr deginum þótt þungbúið hafi verið þegar fyrstu kylfingar voru ræstir út kl. 9 um morguninn.Völlurinn var í toppstandi. Ágætis þátttaka var á mótinu, hátt í 100 golfspilarar af báðum kynjum. Úrslit á  mótinu urðu þau að Snorri Páll […]

U-20 Haukastrákar kallaðir til æfing

Sex Haukastrákar hafa verið kallaðir til æfinga hjá U-20 landsliði Íslands helgina 2-3 október. Þetta eru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Kristófer Jónasson, Magnús Gunnar Karlsson, Jakob Aronsson, Róbert Örvarsson og Þorfinnur Máni Björnsson. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir æfingaleik við Dani í landsliðsvikunni í byrjun nóvember. Við óskum strákunum góðs gengis á æfingunum!

Handbolti: Samantekt helgarinnar

Það var nóg að gera í handboltanum um helgina eins og svo oft áður en bæði meistaraflokks lið Hauka og U-lið karla áttu stórleiki.. Mfl. karla fóru í Mosfellsbæinn á föstudagskvöldinu og léku gegn Aftureldingu. Leikurinn endaði með jafntefli 26-26 en staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Aftureldingu. Mörk: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Adam Haukur Baumruk […]

Haukar 90 ára Viðurkenningahátíð

Í tilefni 90 ára afmælis félagsins var boðið til fagnaðar í Samkomusal félagsins fimmtudaginn 23.september. Vildi stjórn félagsins koma á framfæri þökkum til hinna fjölmörgu er lagt hafa félaginu lið með þáttöku í fjölbreyttu starfi félagsins um langan tíma. Einnig fengu viðurkenningu nokkrir fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar fyrir stuðning og velvilja í garð félagsins.  Æðstu viðurkenningu félagsins […]

Atli Sveinn nýr þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta.

Atli Sveinn Þórarinsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka um að taka við þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn gildir til tveggja ára. Tekur hann við liðinu af Igor Bjarna Kostic. Atli þjálfaði síðast meistaraflokk karla hjá Fylki en hann þjálfaði áður Dalvík/Reyni í 3. deildinni, 2. flokk karla hjá KA og var yfirþjálfari yngri flokka […]

Evrópuleikur í Ólafssal

Haukar mæta portúgalska liðinu Clube Uniao Sportiva í forkeppni FIBA EuroCup í körfuknattleik. Er þetta í þriðja sinn sem íslenskt félagslið fer í Evrópukeppni kvenna og er þetta einnig í þriðja sinn sem Haukar fara með kvennalið sitt í Evrópukeppnina. Leikurinn hefst kl. 19:30. Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka spila sinn fyrsta Evrópuleik í Ólafssal og vonandi […]

Handboltahelgi framundan

Það er alltaf mikið í gangi hjá handboltanum í Haukum og næstkomandi helgi er engin undantekning. Krefjandi leikir framundan og við hvetjum Haukafólk til að koma á völlinn og styðja við liðin. Mfl. kk: Afturelding – Haukar Föstudaginn 24. sept kl. 19:30 í Varmá Mfl. kvk: Haukar – Fram Laugardaginn 25. sept kl. 16:30 á […]

TVÍHÖFÐI Á LAUGARDAGINN

Það verður sannkölluð handboltaveisla á Ásvöllum á morgun, laugardag, en bæði lið meistaraflokkana hefja leik í Olís deildinni ´21-´22. Stelpurnar taka á móti HK og hefst leikurinn kl. 16:00 en strákarnir fylgja svo strax á eftir kl. 18:00 þegar þeir taka á móti Fram. Það verður því mikið um að vera, Dominos pizzur og sjoppan […]