Haukar 90 ára Viðurkenningahátíð

Í tilefni 90 ára afmælis félagsins var boðið til fagnaðar í Samkomusal félagsins fimmtudaginn 23.september. Vildi stjórn félagsins koma á framfæri þökkum til hinna fjölmörgu er lagt hafa félaginu lið með þáttöku í fjölbreyttu starfi félagsins um langan tíma. Einnig fengu viðurkenningu nokkrir fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar fyrir stuðning og velvilja í garð félagsins.  Æðstu viðurkenningu félagsins fengu félagarnir Skúli Valtýsson og Þorgeir Haraldsson fyrir áratugalangt frábært starf. En þeir voru útnefndir Heiðursfélagar Knattspyrnufélagsins Hauka. Alls fengu um 150 manns viðurkenningu í þessari athöfn sem formaður félagsins, Magnús Gunnarsson, stjórnaði af festu. Tríó Björns Thoroddsen fyllti salinn ljúfum tónum og lauk þessari ánægjulegu athöfn með veglegu veisluborði.