Natasja Hammer til liðs við Hauka

Færeyska handknattleikskonan Natasja Hammer hefur gert 2 ára saming við Hauka. Natasja sem er 18 ára gömul og er ein af efnilegastu leikmönnum Færeyja en hún getur leyst allar stöður fyr utan ásamt því að vera góður varnarmaður. Hún hefur verið lykilleikmaður með öllum yngri landsliðum Færeyja og var nýlega í 22 leikmanna æfingarhóp hjá […]

Allar fjöldatakmarkanir vegna Covid-19 afnumdar.

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 26. júní næstkomandi falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst meðal annars fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þann 1. júlí taka einnig gildi […]

Stuðningur við andlega heilsu iðkenda í Haukum

Tímabilið 2019-2021 var ákveðið að fara af stað með prufuverkefni sem bar heitið „Stuðningur við andlega heilsu iðkenda í Haukum“. Verkefnið var í umsjón Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur sálfræðings, Kristínar Fjólu Reynisdóttur læknis og Gerðar Guðjónsdóttur.  Verkefnið var  styrkt af Minningarsjóði Ólafs Rafnssonar.  Markmið verkefnisins var að fræða þjálfara, foreldra og iðkendur á unglingsaldri  um andlega […]

Andri Scheving lánaður til Aftureldingar

Markvörðurinn Andri Sigmarsson Scheving hefur verið lánaður til Aftureldingar þar sem hann mun leika á næsta timabili en Andri framlengdi samning sinn við Hauka fyrr á árinu. Andri Scheving sem er 21 árs hefur þrátt fyrir það verið annar af markvörðum meistaraflokks karla undanfarin 4 ár ásamt því að vera aðalmarkvörður U-liðs Hauka þar sem […]

Lokahóf Handknattleiksdeildar haldið með pomp og prakt

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka var haldið með pomp og prakt á Ásvöllum í gær þar sem lokum á skemmtilegum en jafnframt einkennilegum handboltavetri var fagnað með leikmönnum, þjálfurum, sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum liðanna okkar. Eins og venjan er völdu þjálfara þá leikmenn sem þóttu skara fram úr í vetur. Hjá meistaraflokki kvenna var Elín Klara valin efnilegasti leikmaðurinn, […]

Sumaríþróttaskólinn í komandi viku

Eftir einstaklega vel heppnaða frumraun, í fyrstu viku sumaríþróttaskólans, þá hlökkum við til að taka á móti þeim sem eiga eftir að slást í för með okkur á komandi vikum. Við minnum á að helstu upplýsingar um öll námskeiðin má nálgast hér: Sumaríþróttaskólinn dagskrá Athugið að skráningar fara fram að þessu sinni á Sportabler: Skráningar […]

Úrslitaleikur á föstudag – MIðasala hafin

Meistaraflokkur karla í handbolta leikur á föstudag seinni úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn þegar Valur kemur í heimsókn á Ásvelli kl. 19:30. Strákarnir þurfa að vinna upp 3 marka forskot Vals sem unnu fyrri leikinn 32 – 29 en samalögð úrslit úr leikjunum 2 gilda. Opnað hefur verið fyrir forskráningu fyrir Hauka í horni og iðkendur handknattleiksdeildar […]

Sölubás á 17. júní

Meistaraflokkur kvenna er með 17. júní sölu á fimmtudag og verða staðsettar á Hörðuvöllum milli kl. 13-17. Mikið úrval af helíum blöðrum, sælgæti, pylsum og gosi, nýbökuðum skúffu- og bollakökum og margt fleira. Endilega lítið við og styrkjið stelpurnar.

Haukar – Valur ÚRSLITALEIKUR

Opnað hefur verið fyrir forskráningu fyrir Hauka í horni og iðkendur handknattleiksdeildar Hauka fyrir leik tvö í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla á föstudaginn. Haukar í horni og iðkendur handknattleiksdeildar Hauka geta tryggt sér miða með því að senda tölvupóst á handbolti@haukar.is fyrir miðnætti á fimmtudag þar sem fram þarf að koma kennitala, nafn og símanúmer. Eins […]

Anna Lára til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Önnu Láru Davíðsdóttur til næstu 2 ára. Anna Lára, sem verður 21 árs á þessu ári, kemur til liðs við Hauka frá Gróttu þar sem hún hefur leikið undanfarin ár. Anna Lára getur leyst af allar stöðunar fyrir utan og gefur hún liðinu því meiri möguleika þar sem hún […]