Natasja Hammer til liðs við Hauka

Færeyska handknattleikskonan Natasja Hammer hefur gert 2 ára saming við Hauka. Natasja sem er 18 ára gömul og er ein af efnilegastu leikmönnum Færeyja en hún getur leyst allar stöður fyr utan ásamt því að vera góður varnarmaður. Hún hefur verið lykilleikmaður með öllum yngri landsliðum Færeyja og var nýlega í 22 leikmanna æfingarhóp hjá A landsliðinu í vor sem vann sér rétt í undankeppni EM.

Natasja sem kemur til Hauka frá Kyndli á ekki langt að sækja handboltahæfileikana en faðir hennar Finnur Hansson hefur átt flottan feril sem handboltamaður og síðan sem þjálfari og er núna aðstoðarþjálfari hjá A landsliði Færeyja. Einnig má nefna afa hennar, Hans Guðmunsson en þessi gamla stórskyttan er uppalinn Haukamaður og fór í FH úr 3.flokk

Gunnar þjálfari hafði þetta að segja um skiptin:

“Við horfum á mikið af leikjum frá Færeyjum síðasta vor. Vorum að leita að markmanni, sem við fengum í Anniku. Sáum líka hæfileikana hjá Natasja í þessum leikjum og frábært að hún hafi ákveðið að taka næsta skref og koma til okkar. Ungur leikmaður með mikla tengingu við Ísland og verður gaman að sjá hana þróast og bæta sinn leik áfram í Haukatreyjunni”