Haukar – Valur ÚRSLITALEIKUR

Opnað hefur verið fyrir forskráningu fyrir Hauka í horni og iðkendur handknattleiksdeildar Hauka fyrir leik tvö í úrslitaeinvígi Olísdeildar karla á föstudaginn.

Haukar í horni og iðkendur handknattleiksdeildar Hauka geta tryggt sér miða með því að senda tölvupóst á handbolti@haukar.is fyrir miðnætti á fimmtudag þar sem fram þarf að koma kennitala, nafn og símanúmer. Eins getur allt Haukafólk mætt á Ásvelli og keypt miða milli 13 og 16 á leikdag.

Önnur miðasala fer fram í Stubbur smáforritinu frá og með miðvikudeginum 16 júní (Stubbur.app)

Áhorfendur ganga inn um aðalinngang Ásvalla, en við vekjum athygli á aðskilda innganga fyrir stuðningsfólk liðanna inn í sal.

Haukafólk tryggið ykkur miða í tíma, fjölmennum á leikinn og hvetjum strákana okkar áfram til sigurs ‼️

Muna eftir grímunni og hugum að persónubundnum sóttvörnum.

🔴ALLIR Á VÖLLINN ALLIR Í RAUÐU 🔴

🔴ÁFRAM HAUKAR🔴