Anna Lára til liðs við Hauka

Anna Lára ásamt Valdimar Óskarsyni varaformanni Hkd Hauka.

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Önnu Láru Davíðsdóttur til næstu 2 ára. Anna Lára, sem verður 21 árs á þessu ári, kemur til liðs við Hauka frá Gróttu þar sem hún hefur leikið undanfarin ár. Anna Lára getur leyst af allar stöðunar fyrir utan og gefur hún liðinu því meiri möguleika þar sem hún getur leyst báðar skyttustöðunar ásamt því að vera leikstjórnandi.

Gunnar Gunnarsson þjálfari fagnar komu Önnu Láru og hafði hann þetta að segja: Anna Lára er ungur og mjög spennandi leikmaður, með mikinn metnað og vill fara lengra. Frábært að hún velji Hauka og það umhverfi sem við erum að bjóða upp á til að taka það skref. Anna Lára les leikinn vel, áræðin og útsjónarsöm og á eftir að styrkja liðið og gefa okkur aukna breidd.

Anna mun passa vel inn í hið unga og efnilega lið Hauka á næsta tímabili og bjóða Haukar hana velkomna á Ásvelli og hlakka til að sjá hana í Haukabúningnum í haust.