Birgitta til Hauka

Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Birgitta er 22 ára gömul og á að baki 72 leik í öllum deildum og hefur skorað 25 mörk. Birgitta er sóknarmaður og er uppalin í Keflavík en hefur leikið með Grindavík undanfarin ár. Hún var markahæst Grindvíkinga á síðasta tímabili með 11 mörk í […]

Mikaela, Berglind, Elín og Vala valdar í yngri landslið í knattspyrnu

Fjórir leikmenn í knattspyrnudeild Hauka hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum með yngri landsliðum kvenna sem fara fram í lok janúar. Mikaela Nótt Pétursdóttir var valin í U19 ára landslið Íslands, Berglind Þrastardóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir í U17 ára landsliðið og Vala Björk Jónsdóttir í U16 ára landsliðið. Þær Berglind, Elín […]

Handboltinn fer af stað á ný

Eftir langa bið fer handboltinn loksins af stað á ný eftir Covid pásu. Grill 66 deild karla hefst í kvöld, föstudag, þegar strákarnir okkar halda út á Seltjarnarnes og spila við Kríu kl. 20:30 og er leikurinn sýndur í beinni vefútsendingu sem nálgast má á Facebook síðu handboltans í Haukum þegar nær dregur leik. Strákarnir […]

Rakel Leósdóttir semur við knattspyrnudeild Hauka

Rakel Leósdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til tveggja ára. Rakel sem er fædd árið 1999 á að baki 38 leiki í meistaraflokki, þar af 11 leiki í Pepsí Max deild kvenna með Fylki, og hefur skorað níu mörk. Rakel, sem var á láni hjá Haukum á síðasta tímabili, tók þátt […]

Elín Klara semur við Hauka

Elín Klara Þorkelsdóttir hefur samið við handknttleiksdeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna þegar að mótið hefst að nýju. Elín Klara er 16 ára uppalin Haukastúlka og kemur hún úr sigursælum 2004 árgang sem hefur raðað inn tittlum síðustu ár. Elín Klara mun bætast í hóp ungra og efnilegra leikmanna sem eru samningsbundnir […]

Dregið í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildarinnar

Í dag var dregið í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildarinnar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að vitja vinninga eftir fimmtudaginn 14. janúar á skrifstofu körfuknattleiksdeildarinnar í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Þar sem aðgengi er takmarkað að íþróttamiðstöðinni þarf að hafa samband fyrirfram og láta vita að verið sé að koma og sækja vinning. Hægt er að hafa […]

Landsliðshópar yngri landsliða í handbolta valdir

Nú á dögunum voru landsliðshópar yngri landsliða Íslands í handbolta valdir fyrir verkefni sumarsins. Á næstu dögum funda þjálfarar liðanna með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Ekki er um að ræða æfingar að þessu sinni, stórir hópar leikmanna eru valdir fyrir fundina til að sem flestir fái kynningu á því sem framundan […]

Ný námskeið hjá Hugaríþróttadeildinni hefjast 11. janúar.

Það er búið að opna fyrir skráningar á næstu vetrar- og vornámskeið hjá Hugaríþróttadeildinni, annars vegar jan-mars tímabilið og apríl-júní tímabilið hins vegar. Vetrarnámskeiðin hefjast mánudaginn 11. janúar og athugið að aðeins eru 10 pláss í boði á hverju námskeiði. Námskeið í boði fyrir 8-12 ára Mánudaga og fimmtudaga frá kl. 15:15-16:30 Mánudaga og fimmtudaga frá […]

Við sækjum jólatréð til þín

Körfuknattleiksdeild Hauka verður á ferð og flugi um Hafnarfjörð föstudaginn 8. janúar og sækir jólatré heim til fólks. Til að nýta sér þjónustuna er farið inn á https://korfubolti.is/product/vid-saekjum-jolatred-thitt/ þar sem skráning og greiðsla er framkvæmd og við mætum svo og sækjum tréð til þín. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á jolatre@haukar.is […]