Guðrún Jenný og Karen Birna til liðs við Hauka

Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næasta tímabili en þær Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir hafa gengið til liðs við félagið frá Fjölni. Báðar gera þær tveggja ára samning við félagið. Guðrún Jenný er 23 ára línumaður sem er uppalin í Fram en hefur undanfarin […]

Ungar Haukastelpur á landsliðsæfingum

Nú um helgina fór fram Hæfileikamótun HSÍ fyrir krakka fædd 2006 þar sem æft var 4 sinnum yfir helgina. Í þetta skiptið áttu Haukar 3 fulltrúa en þær Ester Amíra Ægisdóttir, Sif Hallgrímsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir æfðu allar með hópnum og stóðu sig vel. Til hamingju með þetta stelpur!

Haukaveisla í Seinni Bylgjunni

Það verður sannkölluð Haukaveisla í Seinni Bylgjunni annað kvöld þegar þeir Vignir og Ásgeir Örn mæta í settið hjá Henry Birgi og fara yfir upphafið af gullöld mfl. karla hjá Haukunum. Þátturinn hefst kl 20.00 á Stöð2Sport og ætti Haukafólk klárlega ekki að láta þetta fram hjá sér fara

Skráning er hafin í sumarstarf Hauka

Haukar bjóða upp á öflugt starf fyrir börn og unglinga á Ásvöllum í allt sumar. Sumaríþróttaskólinn verður á sínum stað auk fjölbreyttra námskeiða og æfinga hjá öllum deildum félagsins. Skráning er hafin í gegnum Mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar. Kynntu þér málið nánar hér: Sumarstarfið á Ásvöllum 2020

Sævaldur semur við körfuknattleiksdeildina

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Sævald Bjarnason um að ganga í þjálfarateymi meistaraflokks karla og verður hann aðstoðarþjálfari Israel Martin á næsta tímabili. Einnig mun Sævaldur sjá um þjálfun drengjaflokks. Það er mikill hvalreki að fá Sævald til starfa hjá Haukum enda einn mest menntaði þjálfari landsins. Árið 2019 kláraði Sævaldur FECC FIBA prófið sem […]

Irena nýr leikmaður

Irena Sól Jónsdóttir er nýr liðsmaður Hauka en hún kemur frá Keflavík. Irena sem er bakvörður hefur verið í lykilhlutverki hjá Keflavík undafarin ár en hún er frábær varnarmaður. „Ég er mjög spennt að koma til Hauka. Það verður ný og vonandi góð reynsla fyrir mig. Ég er spennt fyrir næsta tímabili og er tilbúin […]

Daníel og Sævar semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við þá Daníel Ingvar Ingvarsson og Sævar Orra Valgeirsson en þeir eru báðir fæddir árið 2004 og eru á eldra ári í 3. flokki þar sem Luka Kostic er þjálfari. Þá hafa þeir einnig æft með 2. flokki félagsins undir stjórn Salih Heimir Porca og fengið tækifæri með meistaraflokki. Daníel Ingvar […]

Sigrún í háskólaboltann

Sigrún Björg Ólafsdóttir, leikmaður mfl. kvenna og íslenska landsliðsins, hefur skrifað undir hjá bandaríska háskólanum University of Tennessee Chattanooga og spilar hún þar næsta vetur. Sigrún er mjög spennt fyrir að spila vestanhafs næsta vetur. ,,Þetta er mjög spennandi tækifæri og það hefur alltaf verið draumur minn að komast út til Bandaríkjanna að spila. Mér […]

Vienna spilar með Haukum í sumar

Vienna Behnke hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í sumar. Vienna, sem er 27 ára, lék 12 leiki með Haukum síðasta sumar og skoraði hún níu mörk en hún spilaði einnig með Haukum í Pepsí deildinni sumarið 2017. Þá spilaði hún fyrir Chicago Red […]