Sigrún í háskólaboltann

Sigrún Björg Ólafsdóttir, leikmaður mfl. kvenna og íslenska landsliðsins, hefur skrifað undir hjá bandaríska háskólanum University of Tennessee Chattanooga og spilar hún þar næsta vetur.

Sigrún er mjög spennt fyrir að spila vestanhafs næsta vetur. ,,Þetta er mjög spennandi tækifæri og það hefur alltaf verið draumur minn að komast út til Bandaríkjanna að spila. Mér líst rosalega vel á þjálfarateymið hjá þeim og vona að þetta verði góðu vetur,“ sagði Sigrún.

Sigrún hefur verið lykilmaður hjá Haukum undanfarin ár og er þrátt fyrir ungan aldur komin í A-landsliðs kvenna.

Við hjá Haukum óskum Sigrúnu til hamingju með áfangann.