Vienna spilar með Haukum í sumar

Vienna Behnke hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í sumar.

Vienna, sem er 27 ára, lék 12 leiki með Haukum síðasta sumar og skoraði hún níu mörk en hún spilaði einnig með Haukum í Pepsí deildinni sumarið 2017. Þá spilaði hún fyrir Chicago Red Stars Reserve árið 2016 í Women’s Premier Soccer League.

Þess má geta að Vienna er með mastergráðu í sálfræði.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar samningnum við Viennu enda mun hún styrkja hópinn fyrir komandi tímabil. Þá er hún frábæra persóna og mikilvægur hluti af Hauka fjölskyldunni.

Ljósm. Hulda Margrét