Ari Gunnarsson tekur við mfl. kvenna

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari mfl. kvenna og mun hann stýra liðinu út leiktíðina og verður fyrsti leikurinn undir hans stjórn í kvöld er mfl. kvenna heimsækir Breiðablik. „Við erum mjög ánægð að fá Ara til starfa hjá Haukum. Meistaraflokkur kvenna er í harðri baráttu að komast í úrslitakeppnina og bindum við miklar vonir […]

4. flokkur karla í bikarúrslit á sunnudag

4. fl karla í handbolta tryggði sér sæti í bikarúrslitum í vikunni eftir sigur á Selfoss. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudag og byrjar kl. 16:00 en mótherjinn er ÍR. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og sjá þessa framtíðarleikmenn Hauka og styðja þá í baráttunni um titilinn. Áfram Haukar!

Arnar Númi og Óliver Steinar á æfingar með U16

Þeir Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 landsliðsins. Æfingarnar fara fram í Skessunni þann 9.-11. mars næstkomandi.  Davíð Snorri er þjálfari U16 ára landsliðsins. Arnar Númi og Óliver Steinar, fæddir árið 2004 skrifuðu báðir nýverið undir samning við Hauka sem gildir út keppnistímabilið 2022. […]

Mikaela valin í U17 ára landsliðið sem spilar í Ungverjalandi í mars

Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem spilar í milliriðli sem fram fer í Ungverjalandi 16.-25.mars n.k. en Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Jörundur Áki Sveinsson er landsliðsþjálfari U17 kvenna, Mikaela sem er fædd árið 2004 og er nýorðin 16 ára gömul spilaði þrjá leiki með meistaraflokki kvenna […]

Undanúrslit Coca Cola bikarsins

Það er komið að stóru stundinni. Undanúrslitaleikir Coca Cola bikarsins eru handan við hornið. Veislan byrjar á miðvikudag þegar stelpurnar mæta KA/Þór kl. 18:00 og svo degi seinna leika strákarnir við ÍBV einnig kl. 18:00. Eins og vanalega er leikið í Laugardalshöll. Mikilvægt er að Haukafólk tryggji sér miða í gegnum Hauka svo að Haukar […]