Arnar Númi og Óliver Steinar á æfingar með U16

Þeir Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 landsliðsins. Æfingarnar fara fram í Skessunni þann 9.-11. mars næstkomandi.  Davíð Snorri er þjálfari U16 ára landsliðsins.

Arnar Númi og Óliver Steinar, fæddir árið 2004 skrifuðu báðir nýverið undir samning við Hauka sem gildir út keppnistímabilið 2022.

Haukar óska Óliver og Núma góðs gengis í komandi verkefnum.

Áfram Haukar

Óliver Steinar og Arnar Númi.
Ljósmynd: Hulda