Ari Gunnarsson tekur við mfl. kvenna

Ari Gunnarsson stýrir liði Hauka út leiktíðina

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari mfl. kvenna og mun hann stýra liðinu út leiktíðina og verður fyrsti leikurinn undir hans stjórn í kvöld er mfl. kvenna heimsækir Breiðablik.

„Við erum mjög ánægð að fá Ara til starfa hjá Haukum. Meistaraflokkur kvenna er í harðri baráttu að komast í úrslitakeppnina og bindum við miklar vonir við að reynsla og þekking Ara hjálpi liðinu að komast í hana,“ sagði Bragi Magnússon formaður kkd. Hauka.

Ari er reynslumikill þjálfari og hefur þjálfað víða m.a. lið Hamars, KR, Skallagrím og Vals í úrvalsdeild kvenna.

„Ég er ánægður að til mín sé leitað í þetta verkefni. Haukar er með gott lið og á að vera í úrslitakeppninni og vona ég að allir stefni þangað,“ sagði Ari.

Leikur Breiðabliks og Hauka hefst kl. 19:15 í kvöld.