Undanúrslit Coca Cola bikarsins

Það er komið að stóru stundinni. Undanúrslitaleikir Coca Cola bikarsins eru handan við hornið. Veislan byrjar á miðvikudag þegar stelpurnar mæta KA/Þór kl. 18:00 og svo degi seinna leika strákarnir við ÍBV einnig kl. 18:00. Eins og vanalega er leikið í Laugardalshöll.

Mikilvægt er að Haukafólk tryggji sér miða í gegnum Hauka svo að Haukar njóti góðs af en hægt er að nálgast miða hér https://tix.is/is/specialoffer/tickets/9770/ og velja svo leikinn. Einnig er hægt að kaupa miða á Ásvöllum í vikunni en hægt að kaupa miða milli 10 – 14 og svo 17 – 20 á skrifstofu Handkanttleiksdeildar. Miðaverð fyrir fullorðna 16 ára og eldri er 2000 kr og börn 6-15 ára 500 kr ef keypt er á stakan leik en ef keyptir eru miðar á báða leiki í einu er verðið 3000 kr fyrir fullorðna og 600 kr fyrir börn.

Á leikdögunum verður hægt að fara með rútum í Laugardalshöllina en þær fara frá Ásvöllum kl. 17:15 báða daga.
Þetta eru leikir sem ekki má láta framhjá sér fara og því skyldumæting fyrir Haukafólk í rauðu í höllina. Áfram Haukar!