Spilar sinn fyrsta leik í Olísdeild.

Síðastliðinn laugardag spilaði Berta Rut Harðarsdóttir sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna þegar Haukar tóku á móti liði Fram á Ásvöllum. Það er frábært að fá að fylgast með okkar efnilegu iðkendum þroskast og eflast sem leikmenn. Við óskum Bertu sem er aðeins 16 ára öflug skytta til hamingju með áfangann og spennandi verður […]

Stefán Gíslason tekur við meistaraflokki karla hjá Haukum í knattspyrnu

• Kjartan stýrir Haukum í Pepsí deild kvenna • Áframhaldandi samstarf við Luka Kostic • Nýir búningar frá Errea • Haukar eru Samhentir   Knattspyrnufélagið Haukar kynnir með stolti nýjan þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu þar sem Stefán Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, mun taka við keflinu af Luka Kostic og Þórhalli Dan Jóhannssyni sem hafa unnið […]

Stelpurnar upp í Pepsi

í gær tryggði meistaraflokkur kvenna sér sæti í Pepsi deildinni að ári með 3-1 sigri á liði Keflavíkur á Ásvöllum í gær. Þetta var seinni leikurinn í undanúrslitum 1. deildar og hafði Keflavík haft betur í fyrri leiknum sem endaði 1-0. Það sást strax í upphafi leiks að okkar stelpur ætluðu sér ekkert annað en […]

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum

Á morgun, laugardag, leikur meistaraflokkur kvenna í handbolta sinn fyrsta heimaleik í Olísdeildinni þetta tímabilið þegar að Framstúlkur sækja þær heim í Schenkerhöllinina kl. 16:00. Haukastúlkur hafa byrjað tímabilið vel og hafa þær unnið báða leiki sína til þessa en þær byrjuðu á því að vinna Stjörnuna og svo í síðustu umferð sigruðu þær Fylki […]

Úrslitaleikur á Ásvöllum á föstudaginn kl. 19:15!

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna voru að sjálfsögðu ferskar á æfingu í kvöld en þær eru þessa dagana að undirbúa sig undir úrslitaleikinn við Keflavík. Leikurinn, sem fer fram á Ásvöllum á föstudaginn, ræður því hvort liðið spilar í Pepsí deildinni á næsta ári. Keflavík vann fyrri leikinn 1-0 en stelpurnar hafa sýnt það oftar en […]

Stóra hrossakjötsveislan

Stóra hrossakjötsveislan verður haldin þriðjudaginn 27. september í Forsalnum á Ásvöllum. Gæðakjöt á góðu verði. Húsið opnar kl. 19:00. Aðeins 60 miðar í boði ! Miðapantanir og sala á Ásvöllum í afgreiðslu.