Haukastelpur halda á Seltjarnarnes

Það er sannkallaður stórslagur á morgun, laugardag, hjá meistaraflokki kvenna í handbolta en þá halda þær á Seltjarnarnes í Hertz höllina og etja kappi við Gróttu í Olísdeidinni kl. 14:00. Fyrir leikinn eru Haukastelpur með 4 stig úr 3 leikjum en þær hafa sigrað Stjörnuna og Fylki en þær töpuðu gegn Fram í síðasta leik. […]

Myndaveisla frá leik Hauka og Grindavík í boði Fótbolti.net

Við erum að sjálfsögðu enn í skýjunum með frábæran árangur meistaraflokks kvenna eftir að þær urðu deildarmeistarar í 1. deild kvenna og tryggðu sér sæti í Pepsí deildinni á næsta tímabili. Fótbolti.net var að sjálfsögðu á leiknum í Grindavík og að neðan er myndaveisla í þeirra boði sem við í Haukum fáum að deila hér. […]

Norðurljós og stjörnum prýddur himinn

Þeim var vel fagnað stelpunum í meistaraflokki  í fótbolta þegar þær ný krýndar Íslandsmeistarar gengu í veislusal  hrossakjötsunnenda í gærkvöldi þar sem menn snæddu og ræddu málin. Samúel formaður kynnti  m.a.  byggingaráform félagsins . Var gerður góður rómur að máli hans sem vakti athygli veislugesta. Nokkrir veislugesta fóru með gamanmál.  Góðri kvöldstund lauk  er menn […]

Körfuknattleiksdeildin með kynningu, föstudaginn kl. 18:30 í Veislusalnum

Körfuknattleiksdeild Hauka verður með kynningu á leikreglum, leikmannakynningu og sameiginlegan foreldrafund með flokkum sem eru í 7 flokk og eldri. Dagskrá hefst kl. 18:30 með foreldrafundum og svo kl. 19:15 byrjar kynning á helstu leikreglum leiksins og farið yfir helstu dómarareglur og leikreglur. Kynningin er sett upp fyrir foreldra og þá sem langar að vita […]

Rauði jakkinn og golfmót Hauka

27. golfmót Hauka var haldið á Hvaleyrarvelli 16. september sl. Tæplega 80 þátttakendur tóku þátt í þessu skemmtilega móti. Mótslit og verðlaunaafhending fór fram um kvöldið í golfskálanum þar sem mikil ánægja ríkti. Rauða jakkann hlaut að þessu sinni Örvar Þór Guðmundsson og Gula boltann, verðlaun eldri Hauka, hlaut Guðmundur Friðrik Sigurðsson.

Framarar koma í heimsókn

Á morgun, fimmtudag, er komið að næsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta í Olísdeildinni þegar ungt lið Fram kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30 en leikurinn er í 5. umferð deildarinnar. Haukamenn hafa ekki byrjað tímabilið eins og vænst hefur en aðeins einn sigur hefur náðst úr þeim fjórum leikjum sem búnir eru […]

Haukar Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna

Haukar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Grindavík. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í Pepsí deildinni á næsta ári þannig að leikurinn snérist fyrst og fremst um heiðurinn og að fá bikar í safnið. Í kjölfarið var blásið í smá hátíð á Ásvöllum þar sem stelpunum var […]

Mynd: Bryjólfur Jónsson

Gunnar Magnússon framlengir samning sinn við Hauka

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Gunnar Magnússon þjálfari Íslandsmeistara Hauka hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. Núverandi samningur Gunnars var til 2018 og höfum við náð samkomulagi um að framlengja hann til 2020.   Gunnar er á sínu öðru tímabili með liðið og hefur samhliða því starfa við Afreksskóla […]

Alexandra og Aron valin best á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka

Það var svo sannarlega góð stemning á lokahófi knattspyrnudeildar Hauka sem fram fór sl. laugardagskvöld á Hótel Völlum. Marteinn Gauti, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla, var veislustjóri og sá Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar, um verðlaunaafhendingar eins og honum einum er lagið. Bæði lið náðu góðum árangri í sumar þar sem meistaraflokkur kvenna tryggði sér sæti […]

Fyrsta spilakvöld vetrarins

Vetrarstarf Öldungaráðs Hauka hefst með  spilakvöldi  nk. miðvikudag kl. 18. Það er gaman frá því að segja að 25. starfsár Öldungaráðs hefst þar með. Eldri félagar eru hvattir til að mæta og eiga saman góða stund.