Elías Már og Jón Þorbjörn framlengja samning sinn við Hauka um eitt ár

Þeir Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa skriað undir nýjan eins árs samning við félagið. Þeir félagarnir áttu frábært tímabil í vetur og er það því mikið fagnarefni fyrir félagið að þeir hafa ákveðið að taka slaginn amk eitt tímabil í viðbót. Samanlagt hafa þeir unnið 7 Íslandsmeistaratitla og fjölda annarra titla fyrir […]

Horfðu á EM2016 og styrktu Hauka í leiðinni!

EM 2016 hefst í Frakklandi 10. júní nk. Mótið er vafalaust stærsti íþróttaviðburður Íslendinga frá upphafi. Góður árangur Íslands er fyrst og fremst ávöxtur knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi og þeirra fjölmörgu félagsliða sem hafa fóstrað leikmenn landsliðsins. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá en Síminn býður áskrift að öllu mótinu – alls 51 leik – á […]

Sæunn semur við Hauka

Hin og unga og efnilega Sæunn Björnsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, undirritaði í gær samning við Knattspyrnudeild Hauka. Sæunn, sem verður 15 ára síðar á þessu ári, fékk tækifæri með meistaraflokki kvenna á undirbúningstímabilinu, m.a. í Lengjubikar og Faxaflóamóti. Eftir frábæra frammistöðu hefur hún verið í byrjunarliði í öllum leikjum Hauka í 1. deild kvenna og í […]

5-0 sigur hjá Haukastúlkum í gærkvöldi!

Haukar sigruðu Álftanes 5-0 í 2. umferð 1. deildar kvenna, B riðils, í gærkvöldi á Ásvöllum. Staðan í hálfleik var 2-0. Það var Margrét Ástvaldsdóttir sem skoraði fyrsta markið með glæsilegri aukaspyrnu á 8. mínútu og Alexandra Jóhannsdóttir bætti svo við öðru marki á 37. mínútu. Verðskulduð forysta í hálfleik. Þriðja mark Hauka var sjálfsmark í […]

Lokahóf handknattleiksdeildar 28. maí

Laugardaginn 28. maí nk. fer fram lokahóf handknattleiksdeildar Hauka þar sem frábærum árangri nýliðins tímabils verður fagnað eins og Haukafólki einu er lagið. Hófið fer fram að Ásvöllum, húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Aðgöngumiði kostar einungis 2016 kr. en boðið verður upp á grillað úrbeinað lambalæri frá Kjötkompaní með tilheyrandi meðlæti. […]

Haukar – Víkingur R. á miðvikudag

Haukar mæta Víking R. í Borgunarbikar karla á miðvikudag kl. 19:15 og verður leikið á Ásvöllum. Okkar drengir slógu út lið KFR í síðustu umferð, 4-0, en þetta er fyrsta umferð Víking R. þar sem þeir leika í Pepsí deildinni en þar eru þeir í 9. sæti með fimm stig. Haukar eru sem stendur í […]

Síðasta spilakvöld vetrarins

Nú á  miðvikudaginn, 25. maí, er síðasta spilakvöld Öldungaráðs í vetur. Þá fer m.a. fram kynning á vorferðinni sem fyrirhuguð er í byrjun júní. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og eiga saman góða stund. Spilakvöldið hefst kl. 18.

Þrír leikmenn ganga til liðs við meistaraflokk karla í handknattleik

Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við meistaraflokk karla Hauka í handknattleik fyrir næsta tímabil. Það er mikið ánægjuefni fyrir handknattleiksdeild Hauka að kynna þennan öfluga liðsauka:   Daníel Þór Ingason (f. 1995) er genginn til liðs við Hauka frá Val. Daníel er uppalinn Haukamaður sem hefur leikið að Hlíðarenda undanfarin ár við góðan orðstír. […]

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik fær öflugan liðsstyrk

Elín Anna Baldursdóttir er gengin til liðs við Hauka og gerir hún tveggja ára samning við félagið. Elín Anna lék með FH á síðustu leiktíð, en hún hefur einnig leikið með ÍBV og uppeldisfélagi sínu HK. Elín Anna er mikill liðsstyrkur fyrir Hauka og henni er ætlað stórt hlutverk í liðinu á komandi leiktíðum, bæði í stöðu […]