Íslandsmeistarar Olísdeildar karla verða krýndir á fimmtudag – miðasala er hafin!

UPPFÆRÐ FRÉTT: Fimmtudaginn 19. maí fer fram oddaleikur í einstæðu úrslitaeinvígi Hauka og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil Olísdeildar karla. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum og hefst kl. 20.00. Miðasala er þegar hafin ólíkt því sem tilkynnt var í gær, þriðjudag. Frítt er fyrir 15 ára og yngri, auk ellilífeyrisþega. Húsið opnar kl. 18.00 á fimmtudaginn […]

Uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar á miðvikudag kl. 17:00

Uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar verður haldin í íþróttasalnum að Ásvöllum kl. 17:00 miðvikudaginn 18. maí kl. 17:00 – 18:00. Veitt verða einstaklingsverðlaun, iðkendur í mb. fá verðlaun og þjálfari ársins verður valinn. Auk þess munu leikmenn mfl. verða á staðnum og sýna nokkur tilþrif. Við hvetjum alla iðkendur og foreldra til að mæta og taka […]

Góður félagi fallinn frá

Látinn er okkar ágæti  félagi,  Óskar Halldórsson, 87 ára að aldri, eftir stutt veikindi. Óskar var einn af minnisstæðustu forystumönnum félagsins frá tímum endurreisnar félagsins á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Hann var formaður félagsins 1961 -1965, formaður Öldungaráðs 1998 -2004. Vann m.a. að stofnun Knattspyrnudeildar 1961. Heiðursfélagi frá 2006. Félagið sendi eiginkonu og fjölskyldu […]

Glæsilegt lokahóf 1×2

Getraunastarfi vetrarins lauk með glæsilegu lokahófi á laugardaginn. Fjöldi var samankominn til að fagna sigurvegurum Vorleiksins. Keppnin sem var 15 umferðir var tvísýn fram á síðasta leik. Góu Haukar fengu flest stig í Lehmansdeildinn eða 242, Haukafeðgar  sigruðu í Bárudeildinni með nokkrum yfirburðum og Góu Haukar unnu Úrvalsdeildina með 45 stigum. Formaður mótanefndar sleit keppninni […]

Haukar – Fjölnir á Ásvöllum á miðvikudag!

Haukar mæta Fjölni í fyrsta leik sínum í 1. deild kvenna, B-riðli, á miðvikudag og hefst hann kl. 20:00 á Ásvöllum. Stúlkurnar unnu á dögum C deild Lengjubikars kvenna og ætla sér stóra hluti í sumar. Fjölmennum á Ásvelli á miðvikudag og hvetjum okkar stúlkur til sigurs. Áfram Haukar!

10. flokkur drengja Íslandsmeistari

10. flokkur drengja varð nú í morgun Íslandsmeistari er þeir lögðu KR að velli í úrslitaleik með 11 stigum. Nú stendur yfir seinni úrslitahelgi KKÍ en Haukar áttu tvö lið í úrslitum þessa helgi, 10. flokk drengja og unglingaflokk kvenna. Um síðustu helgi áttu Haukar eitt lið, stúlknaflokk en þær fengu silfur en þær töpuðu […]

Utanvegahlaup um Hvítasunnu um uppland Hafnarfjarðar

Utanvegahlaup hafa notið sívaxandi áhuga hlaupara enda er fátt meira gefandi en að hlaupa um í fögru umhverfi í íslenskri náttúru. Hjá Skokkhópi Hauka í Hafnarfirði hefur verið stór hópur af hlaupurum fært sig úr götuhlaupum í utanvegahlaup, enda er í næsta nágrenni Ásvalla íþróttasvæðis Hauka eitt fallegasta útivistarsvæði á Stór Reykjavíkursvæðinu. Í Hvítasunnuhlaupinu eru […]

Tveir leikir á morgun

Haukar – Afturelding kl 16:00 Haukar – K.A. kl 17:15 Það verður sannkallaður Haukadagur á Laugardag á Ásvöllum en þá mætast Haukar – Aftureldin kl 16:00 en þetta er þriðji leikur strákanna í úrslitakeppni Olísdeildarinnar í handbolta Haukar og KA mætast svo klukkan 17:15 í fyrsta heimaleik okkar í Inkasso deildinni í fótbolta. Frábært tækifæri […]