Rútur frá Ásvöllum á fjórða leik úrslitaeinvígis í Olísdeild karla

Adam Haukur var frábær í þriðja leiknum og skoraði 15 mörk. Mynd: Eva Björk

Adam Haukur var frábær í þriðja leiknum og skoraði 15 mörk Mynd: Eva Björk

Mánudaginn 16. maí fer fram fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi Hauka og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla. Leikurinn fer fram í Mosfellsbæ kl. 15.00 og fara rútur frá Ásvöllum kl. 13.45. Frítt er fyrir alla fram og til baka. Haukar hvetja alla til að fjölmenna á leikinn en strákarnir eru komnir upp við hin fræga vegg og þurfa á sigri að halda til að tryggja sér fimmta leikinn. Þriðji leikurinn var æsispennandi og fór í tvær framlengingar þar sem sigurinn hefði getað endað hvoru megin sem var en Mosfellingar drógu lengsta stráið og tryggðu sér sigur. Adam Haukur skoraði 15 mörk og sló markamet Sigga Sveins í úrslitum. Nú fjölmennum við á Varmá og styðjum strákana til sigurs. ÁFRAM HAUKAR!