10. flokkur drengja Íslandsmeistari

10. fl islandsmeistari10. flokkur drengja varð nú í morgun Íslandsmeistari er þeir lögðu KR að velli í úrslitaleik með 11 stigum.

Nú stendur yfir seinni úrslitahelgi KKÍ en Haukar áttu tvö lið í úrslitum þessa helgi, 10. flokk drengja og unglingaflokk kvenna. Um síðustu helgi áttu Haukar eitt lið, stúlknaflokk en þær fengu silfur en þær töpuðu í hörku leik á móti Keflavík

10. flokkur vann á laugardaginn Fjölni í undanúrslitum og sigruðu svo KR í morgun. Strákarnir hafa verið að spila gríðarlega vel í vetur og hafa ekki tapað leik i vetur. Þeir eru einnig ríkjandi bikarmeistarar.

Haukar leiddu allan leikinn fyrir utan fyrstu 5 min. en þá höfðu KR 5 stiga forystu. Eftir það náðu Haukar yfirhöndinni og höfðu nokkuð þægilega forystu allan leikinn og unnu verðskuldaðan 11 stiga sigur.

Strákarnir og þjálfarar liðsins, þeir Pétur Ingvars og Kári Jónsson hafi staðið sig einstaklega vel í vetur og náðu að vera titlana báða á þessu ári.

Við óskum þeim til hamingju með frábæran vetur og árangur.

kl. 15:oo munu stelpurnar í unglingaflokki keppa við Keflavík og hvetjum við fólk til að mæta á þann leik.