Haukar eru Íslandsmeistarar – stórkostleg stemmning í Schenkerhöllinni

Haukar eru Íslandsmeistarar í handknattleik 2016

Haukar eru Íslandsmeistarar í handknattleik 2016

Bikarinn fór á loft í gær í hreint stórkostlegri umgjörð á Ásvöllum og hann fer hvergi því annað árið í röð voru það Haukar sem sigruðu úrslitaeinvígið við Aftureldingu. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og sigruðu sanngjarnt 34-31. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn níu mörk en nokkur spenna skapaðist á lokamínútunum þegar að Afturelding hrökk í gang og minnkaði muninn í tvö mörk 33-31. Strákarnir sigldu hins vegar sigrinum heim og Jón Þorbjörn gulltryggði sigurinn með marki 20 sekúndum fyrir leikslok. Stemmningin í Schenkerhöllinni var stórkostleg allan tímann en mikill fjöldi fólks var þegar mættur löngu áður en leikurinn hófst. Yfir tvö þúsund manns voru í húsinu og hver einasti fermetri í húsinu nýttur undir áhorfendur. Haukar þakka stuðningsfólki Aftureldingar fyrir frábæra skemmtun og prúðmannlega framkomu. Þá eiga bæði lið hrós skilið fyrir að bjóða upp á einvígi sem verður lengi í minnum haft. Loks þakkar handknattleiksdeild öllum þeim mikla fjölda sem hefur stutt félagið í vetur og gerðu gærkvöldið ógleymanlegt.
Þessi Íslandsmeistaratitill er sá ellefti hjá karlaliði Hauka í handknattleik og sá tíundi á þessari öld: 1943, 2000, 2001, 2003, 2004, 2005, 2008, 2009, 2010, 2015 og 2016. Þá er þetta í sjötta sinn sem liðið verður bæði Íslands- og deildarmeistari.
Fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu fjallað ítarlega um leikinn og hér að neðan eru tenglar á ýmsar fréttir og myndbönd. Þá má nálgast mikinn fjölda mynda af leiknum frá Evu Björk inn á facebook síðunni Haukar Topphandbolti sem er um að gera að líka við.
Við minnum svo fólk á að lokahóf handknattleiksdeildar fer fram laugardaginn 28. maí á Ásvöllum en þar ætlum við að fagna frábærum árangri karla- og kvennaliða Hauka í vetur en eins og allir vita urðu stelpurnar deildarmeistarar í vor.

 

RÚV:
http://www.ruv.is/frett/myndband-lokasekundur-oddaleiks-og-vidtol
http://www.ruv.is/frett/varst-thu-a-asvollum-myndskeid
http://www.ruv.is/frett/haukar-islandsmeistarar-annad-arid-i-rod
http://www.ruv.is/frett/kampavinsfagn-i-sturtunni-hja-haukum

Vísir.is:
http://www.visir.is/haukar-langbestir-a-thessari-old/article/2016160529982
http://www.visir.is/umfjollun-og-vidtol–haukar—afturelding-34-31—haukar-islandsmeistarar-i-ellefta-sinn/article/2016160518723
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP45784
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP45783
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP45782
http://www.visir.is/jon-thorbjorn–thetta-er-ogedslega-gaman/article/2016160518659
http://www.visir.is/hakon-adeins-einu-marki-fra-thvi-ad-jafna-markametid-i-urslitakeppni/article/2016160529946

Mbl.is:
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/haukar_meistarar_annad_arid_i_rod/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/haukar_fagna_ellefta_titlinum/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/allt_var_gott_hja_okkur/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/vid_viljum_hafa_boltann_hardan/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/thu_tharft_ad_hafa_akvedid_hungur/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/20/leggur_fyrirlidinn_klistrinu/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/20/vid_vorum_bara_frabaerir/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/20/hreinlega_geggjad/
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2016/05/19/sigurgledi_hauka_myndskeid/

Þá eru ýmsar fréttir frá leiknum inn á fimmeinn.is