Þrír leikmenn ganga til liðs við meistaraflokk karla í handknattleik

Þrír leikmenn hafa gengið til liðs við meistaraflokk karla Hauka í handknattleik fyrir næsta tímabil. Það er mikið ánægjuefni fyrir handknattleiksdeild Hauka að kynna þennan öfluga liðsauka:

Daníel Þór Ingason

Daníel Þór Ingason

 

Daníel Þór Ingason (f. 1995) er genginn til liðs við Hauka frá Val. Daníel er uppalinn Haukamaður sem hefur leikið að Hlíðarenda undanfarin ár við góðan orðstír. Daníel er öflug skytta og sterkur varnarmaður sem mun örugglega reynast félaginu verulegur liðsauki á næsta tímabili.

 

 

Þórður Rafn Guðmundsson

Þórður Rafn Guðmundsson

Þórður Rafn Guðmundsson (f. 1989) er orðinn leikmaður Hauka en hann er uppalinn Haukamaður sem hefur leikið undanfarin tvö ár í Fjellhemmer í norsku deildinni. Það eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið að Tóti sé kominn til baka enda mun hann styrkja liðið verulega og gleðja á ný áhorfendur í Schenkerhöllinni.

 

 

 

Andri Heimir Friðriksson

Andri Heimir Friðriksson ásamt Páli Ólafssyni formanni meistaraflokksráðs karla

Andri Heimir Friðriksson (f. 1989) er genginn í raðir Hauka frá ÍBV. Andri Heimir er traustur varnarmaður og öflugur útileikmaður sem hefur oft reynst liðsmönnum Hauka erfiður viðureignar. Hann er bróður Hákons Daða, sem gekk til liðs við Hauka sl. áramót.