Grindavík – Haukar klukkan 19:15

Haukar mæta Grindavík í kvöld kl. 19:15 í 1. deild karla en leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli. Um verður að ræða hörkuleik en okkar strákar eru sem stendur í 7. sæti með 16 stig en Grindavík er með fjórum stigum meira í 5. sæti. Tökum bíltúr til Grindavíkur í kvöld og hvetjum strákana til sigurs. […]

1. deild karla – Haukar með flesta uppalda leikmenn.

Þegar rennt er yfir þá leikmenn sem að spilað hafa fyrir félögin hingað til í sumar má sjá að Haukar eru með flesta uppalda leikmenn eða 17 af 23. Það þýðir að 74% af öllum leikmönnum liðsins eru uppaldir hjá félaginu. Næsta lið á eftir okkar mönnum er K.A. með 52.4% af leikmönnum liðsins sem […]

49 erlendir leikmenn í 1. deild karla

Það sem af er tímabils hafa alls 49 erlendir leikmenn spilað með liðunum 12 sem eru í 1. deildinni. Það þýðir að meðaltali eru 4.1 leikmaður að spila með liðunum í næstefstu deild. Flestir hafa spilað með BÍ/Bolungarvík eða 12 talsins og hífir það upp meðaltalið. Aðeins eitt lið hefur ekki notast við erlendann leikmann […]

Leikjamet slegið

Í síðasta heimaleik Hauka gegn Keflavík sem Haukar unnu 3-1, bætti  Sara Rakel Hinriksdóttir (nr.11) leikjamet Ingibjargar Ásu Gunnarsdóttur sem var 100 deildaleikir fyrir Hauka og hafði það met staðið síðan 1998 eða í sautján ár. Ragnheiður Guðmundsdóttir átti metið 77 deildaleikir áður en Ingibjörg Ása bætti met hennar árið 1987. Sara Rakel var heiðruð […]

Haukar eru með yngsta liðið í 1. deild karla.

Þegar tekið er meðaltals aldur allra leikmanna sem spilað hafa með liðum sínum í 1. deild það sem af er tímabili, þá kemur í ljós að Haukar eru með yngsta liðið í deildinni. Þór á Akureyri er aftur á móti með elsta liðið. Elsti leikmaðurinn sem að spilað hefur leik í deildinni er fæddur 1975 […]

Haukamótið í golfi 2015

Skráning er hafin í Haukamótið í golfi sem  haldið verður  á Hvaleyrarvelli föstudaginn 28. ágúst. Keppt verður um Rauða jakkann, Gula boltann og Haukaskjöldinn auk fjölda annarra veglegra verðlauna. Skráið ykkur tímalega á golf.is