Haukar eru með yngsta liðið í 1. deild karla.

mflhaukar

Mfl. karla í knattspyrnu.

Þegar tekið er meðaltals aldur allra leikmanna sem spilað hafa með liðum sínum í 1. deild það sem af er tímabili, þá kemur í ljós að Haukar eru með yngsta liðið í deildinni.

Þór á Akureyri er aftur á móti með elsta liðið.

Elsti leikmaðurinn sem að spilað hefur leik í deildinni er fæddur 1975 og sá yngsti 1998.

 Elsti leikmaður Hauka er Terrance William Dieterich og er hann fæddur árið 1987.

Næst elsti maður liðsins er fæddur 1992 og hífir hann Will því aðeins upp meðaltalið hjá okkar mönnum.

Yngsti leikmaður Hauka sem hefur leikið á tímabilinu er Alexander Helgason og er hann fæddur 1997.

Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hér á Ásvöllum.

Strákarnir hafa svo sannarlega sýnt það í sumar að hæfileikarnir eru til staðar og að það er ekki sjáanlegur getumunur á þeim og öðrum liðum í deildinni, en stundum hefur reynsluleysið sagt til sín.
En reynsla er eitthvað sem þeir öðlast í hverjum einasta leik og eigum við örugglega eftir að sjá þá halda áfram að vaxa á komandi mánuðum og árum.

Hér að neðan er svo taflan yfir meðalaldur leikmanna eftir liðum í heild sinni:

LiðMeðalaldur
Haukar21.08
BÍ / Bolungarvík22.38
Fram23.96
Selfoss24.33
HK24.35
Fjarðarbyggð24.4
KA24.5
Víkingur Ó.24.77
Grótta24.85
Þróttur24.94
Grindavík25.25
Þór25.57