Leikjamet slegið

IMG_7803Í síðasta heimaleik Hauka gegn Keflavík sem Haukar unnu 3-1, bætti  Sara Rakel Hinriksdóttir (nr.11)

leikjamet Ingibjargar Ásu Gunnarsdóttur sem var 100 deildaleikir fyrir Hauka og hafði það met staðið síðan 1998

eða í sautján ár. Ragnheiður Guðmundsdóttir átti metið 77 deildaleikir áður en

Ingibjörg Ása bætti met hennar árið 1987. Sara Rakel var heiðruð með blómum

fyrir leik en það var hennar 101. leikur. Það gerðu þær Ingibjörg Ása fráfarandi methafi, Valborg Óskarsdóttir

formaður meistaraflokksráðs og Jennifer Lyn Craword en hún er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur

með kvennaliði Hauka (2004) og var hún hér í heimsókn. Það skemmtilega við þetta er að fyrrgreind Ragnheiður

er móðir Söru Rakelar og gerir þetta enn sætara fyrir Söru Rakel að ná þessum áfanga. Það eru nokkrar efnilegar

ungar Haukastelpur sem gera atlögu að meti Söru Rakelar á komandi árum, en næstar

því eru reynsluboltarnir Svava Björnsdóttir (nr. 28) með 87 deildarleiki og Sædís Kjærbech Finnbogadóttir (nr. 4)

með 85 leiki. Hér er eingöngu verið að tala um meistaraflokksleiki í Íslandsmóti spilaða fyrir Hauka.

Allar þessar stelpur eru komnar með vel á annað hundrað meistaraflokksleiki samtals með öllum mótum

sem þær hafa tekið þátt í fyrir Hauka

Til hamingju Sara Rakel.

 

Íslandsmót: Þær sem spilað hafa flesta leiki fyrir Hauka A og B deild.

Sara Rakel Hinriksdóttir    101 leikir

Ingibjörg Ása Gunnarsdóttir 100 leikir

Jóna Sigríður Jónsdóttir     97 leikir

Ásdís Petra Oddsdóttir       92 leikir

Svava Björnsdóttir           87 leikir

Sædís Kjærbech Finnbogadóttir85 leikir

Aðalheiður Sigfúsdóttir      82 leikir

Ragnheiður Guðmundsdóttir    77 leikir

Ásdís Finnsdóttir            76 leikir

Katrín Hulda Guðmundsdóttir  74 leikir

 

Þær sem hafa spilað flesta leiki fyrir Hauka í A deild.

Ingibjörg Ása Gunnarsdóttir  56 leikir

Ásdís Petra Oddsdóttir       47 leikir

Eva Björk Ægisdóttir         44 leikir

Hanna Guðrún Stefánsdóttir   42 leikir

Hildur Sævarsdóttir          39 leikir

Jóna Sigríður Jónsdóttir     31 leikur

 

Íslandsmót: Þær sem hafa skorað flest mörk fyrir Hauka í A og B deild.

Bergþóra Laxdal            57 mörk

Hulda Hlöðversdóttir       55 mörk

Fjóla Dröfn Friðriksdóttir 49 mörk

Linda Rós Þorláksdóttir    29 mörk

Björg Magnea Ólafs         22 mörk

Aðalheiður Bjarnadóttir    21 mark

Aleksandra Mladenovic      21 mark

Tatjana Safranj            20 mörk