Úrslit haustleiksins verða kynnt á Gamlársdag!

Loks liggja úrslit fyrir í haustleik getraunaleiks Hauka 2012. Keppnin er búin að vera æsispennandi og 4-5 lið áttu möguleika að vinna leikinn í ár enda að miklu að keppa, heiðrinum sem fyrir flesta er mikilvægastur en einnig að glæsilegum ferðavinning. Úrslitin verða kynnt á áramótafagnaði Hauka þann 31. des næstkomandi og hefst klukkan 12:30. […]

Viðurkenningahátíð 2012

Viðurkenningahátíð Knattspyrnufélagsins Hauka fyrir árið 2012 verður haldin á Ásvöllum á Gamlársdag og hefst hún kl.12:30. Á hátíðinni verður kjöri Íþróttamanns og Íþróttakonu Hauka lýst ásamt valinu á Þjálfara Hauka árið 2012. Þá mun landsliðsfólk félagsins á árinu sem er að líða verða heiðrað og efnilegt íþróttafólk skrifar undir samninga við félagið. Loks verða afhent […]

Árgangamót knattspyrnudeildar Hauka 28.desember

Þann 28. desember verður haldið Árgangamót knattspyrnudeildarinnar. Mótið verður innanhús á Ásvöllum og hefst stundvíslega kl. 18:00 og lýkur milli 20:00 og 21:00. Allir sem telja sig vera ALVÖRU Haukamenn mega láta sjá sig. Skipting liða verður með ólíkum hætti en tíðkast. Verða þeir sem hafa sameiginlega aftasta tölustaf í fæðingarári saman í liði, til að […]

Tölfræðitröllið á RÚV

Í íslenska boltanum síðastliðið mánudagskvöld var umfjöllun um leik Hauka og Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna. Rætt var við þjálfara og leikmenn. Einnig var rætt við tölfræðitröllið Ásgeir Einarsson sem sér um beina tölfræðilýsingu á heimaleikjum Hauka. Ási hefur undanfarin ár séð um tölfræðina hjá Haukum og er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur. […]

Umfjöllun um Brynjar Brynjarsson á Facebook síðu KKÍ

Brynjar Brynjarsson er í brennidepli á Facebook síðu KKÍ. Brynjar sem er einn efnilegasti leikmaður Hauka frá upphafi stjórnar nú Marshall Community College í bandaríkjunum við góðan orðstír. Brynjar, sem er 37 ára, lék með Haukum til 16 ára aldurs þegar hann fór til Bandaríkjanna til að spila körfubolta. Hann kláraði leikmannaferilinn í Bandaríkjunum og […]

Bæði lið Hauka dottin út úr Poweradebikarnum

Haukar voru með tvo fulltrúa í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins, meistaraflokkinn og B-liðið. Liðin léku leiki sína síðastliðinn sunnudag og mánudag og því miður töpuðust báðar viðureignir. Haukar B fengu Njarðvík í heimsókn á sunnudaginn og urðu fyrir algjörri slátrun þar sem að Njarðvík vann 57-112. Meistaraflokkur Hauka fékk ÍR í heimsókn á mánudagskvöldið og […]

Pétur Guðmundsson lætur af störfum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka og Pétur Rúðrik Guðmundsson þjálfari hafa komist að samkomulagi um að hann stigi til hliðar og hætti sem þjálfari meistaraflokksliðs Hauka. Samstarf við Pétur hefur verið með ágætum og er honum þökkuð góð samvinna og framlag hans við uppbyggingu liðsins. Ívar Ásgrímsson sem er yfirþjálfara yngri flokka hjá deildinni mun taka við […]

Haukasigur í sveiflukenndum leik

Haukar unnu góðan sigur á Val í gærkvöld 23-20 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar eru því sem áður með gríðarlega öruggt forskot á toppi N1-deildarinnar. Haukar eiga 8 stig á FH sem er í öðru sæti og svo eru heil 12 stig í næstu lið sem eru í þriðja til sjötta sæti með 11 stig. […]

Haukastúlkur fara í jólafrí með sigur í farteskinu

Haukar fengu Grindavík í heimsókn í gærkvöldi í 14. umferð Dominosdeildar kvenna þar sem þær sigruðu 73-64. Þetta er þar með þriðji sigurinn í seinustu fjórum deildarleikjum og stelpurnar á góðri siglingu og í baráttu við Val um 4. sætið í deildinni. Haukastúlkur fara því í jólafrí í góðu skapi en þær töpuðu gegn KR, […]

17 Haukakrakkar í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Á vef KKÍ er búið að birta æfingahópa sex yngri landsliða KKÍ. Þar eiga Haukar fulltrúa í öllum liðunum. Hóparnir æfa í kringum jólin. Virkilega vel gert og óskar heimasíðan þeim góðs gengis á æfingunum. U15 stúlkna: Dýrfinna Arnardóttir Inga Rún Svansdóttir Magdalena Gísladóttir Sylvía Rún Hálfdánardóttir U15 drengja: Anton Guðlaugsson Yngvi Freyr Óskarsson U16 […]