Viðurkenningahátíð 2012

HaukarViðurkenningahátíð Knattspyrnufélagsins Hauka fyrir árið 2012 verður haldin á Ásvöllum á Gamlársdag og hefst hún kl.12:30. Á hátíðinni verður kjöri Íþróttamanns og Íþróttakonu Hauka lýst ásamt valinu á Þjálfara Hauka árið 2012.

Þá mun landsliðsfólk félagsins á árinu sem er að líða verða heiðrað og efnilegt íþróttafólk skrifar undir samninga við félagið. Loks verða afhent verðlaun í Getraunaleik Hauka 1×2. 

Að skipulagðri dagskrá lokinni eru veitingar í boði aðalstjórnar á boðstólnum. 

Þeir sem tilnefndir eru í valinu til Íþróttamanns Hauka árið 2012 eru:

Sverrir Garðarsson – knattspyrna, Stefán Rafn Sigurmannsson – handknattleikur, Emil Barja – körfuknattleikur, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson – karate, Marinó Albertsson – almenningsíþróttir.

Tilnefningar til Íþróttakonu Haukar árið 2012 hlutu: Sara Rakel S. Hinriksdóttir – knattspyrna, Marija Gedroit – handknattleikur, Guðrún Ámundadóttir – körfuknattleikur, Eva Ósk Gunnarsdóttir – karate, Rannveig Hafberg- almenningsíþróttir.

Til Þjálfara Hauka árið 2012 eru eftirfarandi þjálfarar tilnefndir:

Kristján Arnar Ingason – knattspyrna, Aron Kristjánsson – handknattleikur, Bjarni Magnússon – körfuknattleikur og Gunnlaugur Sigurðsson – karate. 

Við hvetjum allt Haukafólk til þess að fjölmenna á hátíðína og eiga saman góða stund á Gamlársdag.