Sumaræfingatímar knattspyrnudeildar

Búið er að raða upp æfingatímum fyrir sumarið í knattspyrnudeildinni. Hér sjáið þið æfingatíma stelpna og hér æfingatíma stráka. Einnig er hægt að fara hér hægra megin undir æfingatöflur.

Haukasigur á útivelli gegn ÍR

Mörkin létu bíða eftir sér í Neðra-Breiðholtinu í dag þegar ÍR og Haukar mættust í 1.deild karla. Það var ekki fyrr en byrjað var að rigna að mörkin rigndu inn og komu fjögur mörk á síðustu 23 mínútum leiksins. Það voru heimamenn í ÍR sem komust yfir með marki frá Hauki Ólafssyni en Haukar svöruðu […]

Silja Ísberg til Hauka

Silja Ísberg hefur gengið frá tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Hauka.  Silja er uppalin í ÍR en hefur fundið sér nýtt lið þar sem ÍR hefur dregið sig út úr N1 deild kvenna að sinni.  Silja er öflugur leikmaður sem á fjölda landsleikja að baki með yngri landsliðunum.  Silja hefur lengst af leikið sem vinstri hornamaður.  […]

Hilmar Geir mætir á Ásvellina

Dregið var í 16-liða úrslit Valitors-bikarsins í hádeginu í dag og þar voru Haukar á meðal liða í pottinum. Það fór svo að Haukar og Keflavík drógust gegn hvort öðru og fer leikurinn fram á gervigrasinu á Ásvöllum. Leikirnir fara fram 19. og 20.júní næstkomandi. Það er því ljóst að Haukarinn, Hilmar Geir Eiðsson mun […]

Haukar áfram í bikarnum

Grétar Atli Grétarsson og Hilmar Rafn Emilsson skoruðu mörk Hauka í kvöld sem tryggði liðinu í 16-liða úrslit Valitors-bikarsins. Haukar mættu 2.deildarliði KF á Ásvöllum í kvöld og sigraði nokkuð þæginlega 2-0. Haukar og KF byrjuðu leikinn bæði með 11 leikmenn inn á í sitthvoru liðnu en eftir 20 mínútuna leik urðu gestirnir hinsvegar manni […]

Haukar – KF í Valitor-bikarnum á morgun

Annað kvöld taka Haukar á móti KF, 2.deildarliði úr Fjallabyggðinni. Um er að ræða leik í 32-liða úrslitum í Valitor-bikar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram að sjálfsögðu á gervigrasvellinum á Ásvöllum.   Félagið KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er nú líklega þekktara undir nafninu, KS/Leiftur en félagið breytti um nafn í vetur og sameinuðst […]

Haukur og Emil kallaðir í U-20

Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið 14 manna hóp sem mun æfa næstu vikurnar fyrir Evrópukeppnina sem fram fer síðar í sumar. Þessir 14 leikmenn sem valdir hafa verið við æfingarnar munu svo berjast um 12 laus sæti. Haukur Óskarsson og Emil Barja eru fulltrúar Hauka í þessum hópi en hann heldur utan […]

Verðlaunaafhending í Vorleik Hauka-getrauna

Síðast liðinn laugardag fór fram verðlaunaafhending í vorleik Hauka-getrauna. Ágæt mæting var enda margt annað að gera hér að Ásvöllum. Meðfylgjandi eru myndir af veðlaunahöfum ásamt formann Hauka Ágústi Sindra.

Uppskeruhátíð yngri flokka í handbolta hjá Haukum 2010-2011

Uppskeruhátíð yngri flokka í handknattleiksdeild Hauka fór fram á Ásvöllum miðvikudaginn 18. maí  s.l.  Fjölmennt var á hátíðinni og mættu þar rúmlega 500 manns til að samgleðjast með handboltafólki framtíðarinnar og frábærum árangri þeirra á starfsárinu. Í lok uppskeruhátíðarinnar var síðan boðið upp á pylsu (pulsu) veislu í boði GOÐA og er þeim færðar okkar […]

Til Hauka frá Molde í Noregi

Halldór Harri Kristjánsson  hefur ákveðið að ganga til liðs við handknatttleiksdeild Hauka  og taka þátt í uppbyggingarstarfi félagsins.  Halldór oftast kallaður Harri hefur mikla reynslu í  þjálfun og hefur síðustu 3 árin þjálfað Molde í Noregi.  Harri verður hluti af þjálfarateymi mfl. kvenna ásamt Einari Jónssyni aðalþjálfara liðsins.  Ásamt þjálfun í meistaraflokki mun Harri stýra […]