Haukar áfram í bikarnum

HaukarGrétar Atli Grétarsson og Hilmar Rafn Emilsson skoruðu mörk Hauka í kvöld sem tryggði liðinu í 16-liða úrslit Valitors-bikarsins. Haukar mættu 2.deildarliði KF á Ásvöllum í kvöld og sigraði nokkuð þæginlega 2-0.

Haukar og KF byrjuðu leikinn bæði með 11 leikmenn inn á í sitthvoru liðnu en eftir 20 mínútuna leik urðu gestirnir hinsvegar manni færri eftir að Ragnar Hauksson gaf Benis Krasniqi leikmanni Hauka olnbogaskot.

Haukar nýttu sér það fljótlega og Grétar Atli Grétarsson skoraði laglega eftir aukaspyrnu frá Hilmar Trausta Arnarssyni. Haukar bættu við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks, en þar var að verki Hilmar Rafn Emilsson sem skoraði eftir hornspynu.

 

Fleiri voru mörkin ekki, færin urðu örlítil fleiri en það er líklega hægt að telja færi leiksins á fingrum annarra hendi. Besti færi leiksins fékk líklega Ásgeir Þór Ingólfsson undir blálokin þegar Björgvin Stefánsson átti góða sendingu fyrir markið á Ásgeir sem var einn gegn marki en skot framhjá.

 

Lokastaðan eins og fyrr segir 2-0 Haukum í vil. 32-liða úrslitin klárast síðan á morgun. Næsti leikur Hauka er á laugardaginn næstkomandi á ÍR-vellinum klukkan 14:00 og það ætti ekki að koma neinum á óvart, en sá leikur er gegn ÍR. 

 

Haukar áfram í bikarnum!

Í kvöld tryggðu Haukar sér áframhaldandi þáttöku í bikarkeppninni eftir stórsigur á Val 2, en leikurinn var háður í Vodafone-höllinni (greinilegt að okkur menn líkar Vodafonehöllin vel) en þeir sigruðu einnig aðallið Vals þar í fyrstu umferð N1 deildarinnar.

Leikurinn byrjaði ekki vel þar sem leikmenn Vals byrjuðu á krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins, en okkar menn skoruðu næstu þrjú mörk. Þrátt fyrir lélega spilamennsku og slæman varnarleik höfðu Haukar alltaf forystu í leiknum, Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var allt annað en sáttur með spilamennsku sinna manna í byrjun og hikaði ekki við að taka leikhlé eftir tæpan 10 mínúta leik. Vrtist sem leikmenn Hauka væru ekki vaknaðir í byrjun fyrri hálfleiks en Valsstrákarnir náðu ekki að nýta sér það. Haukarnir áttu aftur á móti góðan leikkafla undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 13-7 í 22-12, en þar við sat og 10 marka forysta í hálfleik staðreynd. Það má samt ekki taka það af Gísla í markinu en hann varði 14 bolta og hélt Haukaliðinu oftar en ekki á floti. Einnig voru þeir Freyr Brynjarsson og Pétur Pálson frískir í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleikinn mætti allt annað lið til leiks, Haukar skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og ellefu af fyrstu tólf mörkum seinni hálfleiksins. Strákarnir nýttu sér það að Valsstrákarnir voru orðnir þreyttir og skoruðu nokkur mörg hraðaupphlaupsmörk en það má samt ekki taka það af markverði Vals sem varði ágætlega í marki þeirra í síðari hálfleik og nokkur dauðafæri. Lítið er hægt að skrifa meira um síðari hálfleikinn en það að þeir skoruðu og skoruðu og Magnús Sigmunds. varði og varði.
Öruggur sigur staðreynd 45-20, og Haukar eru komnir áfram í 16 – liða úrslitin sem og Haukar 2.

Skotnýting;

Pétur Pálson 8 mörk / 8 skot
Þórður Rafn 6 / 8
Þröstur 5 / 6
Jón Karl 5 / 6
Andri 5 / 9
Freyr 4 / 4
Arnar Jón 3 / 6
Gísli Jón 2 / 2
Sigurbergur 2 / 3
Arnar P. 2 / 4

Markvarlsa;

Gísli 14 skot varið / 30. mínútur
Magnús 15 / 30

Næsti leikur strákanna eru gegn Stjörnunni á sunnudaginn næsta á Ásvöllum og þar eru að ræða um STÓRLEIK og því ætlum við Haukafólk að fjölmenna, en meira um þann leik verður fjallað á síðunni seinna.

Næsti leikur hjá Haukum er einnig gegn Stjörnunni en þá mæta stelpurnar okkar Stjörnunni einnig á Ásvöllum á miðvikudaginn 10. Október á þann leik ætlum við líka að fjölmenna.

ÁFRAM HAUKAR!

– Arnar Daði Arnarsson skrifar